Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. maí 2020 10:00 Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. Ég hef hvergi annars staðar séð það gerast, að ríkisvaldið stuðlaði að fjöldauppsögnum, hvetti nánast til þeirra, með því, að bjóða fram verulega fjármuni, sem fyrirtæki í ákveðinni stöðu gætu fengið til launagreiðslna starfsmanna sinna, bara ef þau segðu þeim upp. Ekki verður annað séð, en að ríkið taki á þennan hátt á sig heildar launagreiðslu til launþega, allt upp í 633.000 krónur á mannn á mánuði, að meðaltali í 3 mánuði, með því skilyrði, að ráðningarsamningi við viðkomandi starfsmenn hafi verið sagt upp og rift. Fyrir undirrituðum er þetta hin furðulegasta ráðstöfun, en alls staðar annars staðar hefur mikill hluti af viðleitni stjórnvalda til að verja fyrirtæki, störf og laun, gengið út á það andstæða; að fyrirtækin fengju stuðning og styrki til að halda mönnum í vinnu, virða og fara eftir gildandi ráðningarsamningum; segja þeim alls ekki upp. Það á víst að vera skilyrði ríkisvaldsins fyrir styrk við uppsagnir, að styrkþegi ráði sama fólkið aftur. En ný ráðning er nýr og óþekktur dagur. Er einhver trygging fyrir því, að starfsmenn haldi áunnum réttindum og fullum fyrri launum og fríðindum!? Hver ætti að tryggja slíkt? Hver getur fylgzt með einstökum ráðningarmálum og séð til þess, að réttindi og kjör launþega verði ekki rýrð við nýja samningsgerð? Hver getur tryggt, að ekki verði annar maður ráðinn, í stað þessa gamla, sem sættir sig mögulega við lægri laun eða skert kjör? Í kvöldfréttum sjónvarps sl. þriðjudag var viðtal við forseta ASÍ, og það var ekki annað á henni að heyra, en að hún legði blessun sína yfir þessa aðgerð; hún tjáði sig ánægða með, að samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna í þessu máli. Ef hún hefði verið í forsvari fyrir atvinnurekendur, hefði mátt skilja hana, en, þar sem hún er forseti ASÍ, verður að spyrja: Í hvaða afdal skyldi þessi ágæta kona vera stödd og forsætisráðherra með? Auðvitað hefði átt að verja þessum fjármunum, sem eru hluti af nýjum aðgerðapakka, þeim þriðja, upp á 40-60 milljarða, til þess að styrkja fyrirtæki, smá og stór, með fullnægjandi hætti, til að þau gætu viðhaldið og virt ráðningarsamninga, og alls ekki rift þeim eða sagt þeim upp. Í 3 mánuði, til að byrja með, en þess má vænta, að eftir það, verði hjól atvinnulífsins farin að snúast nokkuð aftur, þannig, að aðlagi mætti og lækka framhalds-stuðning ríkissins, sem auðvitað þyrfti að halda áfram, að því. Slík ráðstöfun hefði stuðlað að öryggi og velferð manna og tryggt vissu og stöðugleika. Launamenn hefðu vitað, hvar þeir stæðu, og hefðu fengið mest mögulegt skjól og öryggi á erfiðum tímum. Fyrir undirritðum er almenn afkoma ferðaþjónustu, víðsvegar um landið, enn óleyst, þó að eigendum margra þeirra hafi nú verið gert kleift - illu heilli, segi ég - að losa sig við starfsmenn sína, á einum til þremur mánuðum, án mikilla eigin fjárútláta. Skyldi þetta líka virka fyrir hin fjölmörgu fjölskyldufyrirtæki víða um landið? Ég sé það varla ganga upp. Þau virðast enn vera skilin eftir í eyðimörkinni. En, hvað tekur við, eftir uppsagnarfrest? Staða verður þá auðvitað galopin; um allt þarf þá að semja upp á nýtt, en slík samningsgerð er auðvitað full af óvissu, þó að atvinnuveitendur lofi, á núverandi stigi, öllu góðu og óbreyttu. Ég leyfi mér að fullyrða: Það verður ekkert samt og óbreytt eftir 3 mánuði. Aðgerðapakkarnir 3 eru nú komnir í um 344 milljarða. Ég hef gert það að tillögu minni, að boðaður ferðastyrkur á alla fullorðna landsmenn, sem átti að vera 5.000 krónur á mann, sem fyrir mér er meira grín en alvara - einn kvöldverður - verði hækkaður í 50.000 krónur, þannig, að íslenzkur almenningur gæti nú í sumar heimsótt og kynnt sér sitt land meira og betur, en áður hefur gerzt; fyllt gististaði, hótel og veitingastaða landsins lífi; íslenzku lífi. Auðvitað yrðu þeir að bæta verulegum fjármunum við. Ríki og sveitarfélög myndu njóta skatta og skyldna. Eftir slíka íslenzka ferðaöldu kynnu útlendingar að byrja að fylla í skarðið og tryggja framhald í vaxandi mæli með haustinu. Ef þessi leið væri farin, ferðaþjónustunni til halds og trausts, en um leið landsmönnum til skemmtunar og tilbreytingar, eftir álag og erfiðleika Kórónu, myndi þessi aðgerð fara úr 1,5 milljarði í 15 milljarða. Núverandi heildarpakki færi þá úr 344 milljörðum í 357,5 milljarða, sem í augum undirritaðs væri, í þessu samhengi, bita munur en ekki fjár. Góð fjárfesting. Ef björgun á að takast, þannig, að þjóðarskútan og allt, sem innbyrðis er, standi af sér storminn, þarf að fara í 15-20% af landsframleiðslu; 450-600 miljarða. Inn á þá stærðargráðu eru aðrar vestrænar þjóðir stilltar. Þjóðverjar eru reiðubúnir til að fara í 20% af landsframleiðslu, ef þörf krefur, því þeir vita, að hvað sem skynsamleg fyrirbygging og vörn kann að kosta, verður hún ódýrari en endurreisn, ef til hruns kemur. Einhverjir kunna nú að spyrja, hvort höfundur sé orðinn róttækur vinstri maður. Bévítans kommi!? Nei, er svarið, höfundur er enn frjálslyndur og framsækinn Evrópusinni, en hann hefur lært, að án öryggis og velfarnaðar starfsmanna, þrifst eða blómstrar ekkert fyrirtæki. „Leben und leben lassen“ segja Þjóðverjar: „Að lifa og láta lifa“. Á því hefur höfundur trú. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur. Ég hef hvergi annars staðar séð það gerast, að ríkisvaldið stuðlaði að fjöldauppsögnum, hvetti nánast til þeirra, með því, að bjóða fram verulega fjármuni, sem fyrirtæki í ákveðinni stöðu gætu fengið til launagreiðslna starfsmanna sinna, bara ef þau segðu þeim upp. Ekki verður annað séð, en að ríkið taki á þennan hátt á sig heildar launagreiðslu til launþega, allt upp í 633.000 krónur á mannn á mánuði, að meðaltali í 3 mánuði, með því skilyrði, að ráðningarsamningi við viðkomandi starfsmenn hafi verið sagt upp og rift. Fyrir undirrituðum er þetta hin furðulegasta ráðstöfun, en alls staðar annars staðar hefur mikill hluti af viðleitni stjórnvalda til að verja fyrirtæki, störf og laun, gengið út á það andstæða; að fyrirtækin fengju stuðning og styrki til að halda mönnum í vinnu, virða og fara eftir gildandi ráðningarsamningum; segja þeim alls ekki upp. Það á víst að vera skilyrði ríkisvaldsins fyrir styrk við uppsagnir, að styrkþegi ráði sama fólkið aftur. En ný ráðning er nýr og óþekktur dagur. Er einhver trygging fyrir því, að starfsmenn haldi áunnum réttindum og fullum fyrri launum og fríðindum!? Hver ætti að tryggja slíkt? Hver getur fylgzt með einstökum ráðningarmálum og séð til þess, að réttindi og kjör launþega verði ekki rýrð við nýja samningsgerð? Hver getur tryggt, að ekki verði annar maður ráðinn, í stað þessa gamla, sem sættir sig mögulega við lægri laun eða skert kjör? Í kvöldfréttum sjónvarps sl. þriðjudag var viðtal við forseta ASÍ, og það var ekki annað á henni að heyra, en að hún legði blessun sína yfir þessa aðgerð; hún tjáði sig ánægða með, að samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna í þessu máli. Ef hún hefði verið í forsvari fyrir atvinnurekendur, hefði mátt skilja hana, en, þar sem hún er forseti ASÍ, verður að spyrja: Í hvaða afdal skyldi þessi ágæta kona vera stödd og forsætisráðherra með? Auðvitað hefði átt að verja þessum fjármunum, sem eru hluti af nýjum aðgerðapakka, þeim þriðja, upp á 40-60 milljarða, til þess að styrkja fyrirtæki, smá og stór, með fullnægjandi hætti, til að þau gætu viðhaldið og virt ráðningarsamninga, og alls ekki rift þeim eða sagt þeim upp. Í 3 mánuði, til að byrja með, en þess má vænta, að eftir það, verði hjól atvinnulífsins farin að snúast nokkuð aftur, þannig, að aðlagi mætti og lækka framhalds-stuðning ríkissins, sem auðvitað þyrfti að halda áfram, að því. Slík ráðstöfun hefði stuðlað að öryggi og velferð manna og tryggt vissu og stöðugleika. Launamenn hefðu vitað, hvar þeir stæðu, og hefðu fengið mest mögulegt skjól og öryggi á erfiðum tímum. Fyrir undirritðum er almenn afkoma ferðaþjónustu, víðsvegar um landið, enn óleyst, þó að eigendum margra þeirra hafi nú verið gert kleift - illu heilli, segi ég - að losa sig við starfsmenn sína, á einum til þremur mánuðum, án mikilla eigin fjárútláta. Skyldi þetta líka virka fyrir hin fjölmörgu fjölskyldufyrirtæki víða um landið? Ég sé það varla ganga upp. Þau virðast enn vera skilin eftir í eyðimörkinni. En, hvað tekur við, eftir uppsagnarfrest? Staða verður þá auðvitað galopin; um allt þarf þá að semja upp á nýtt, en slík samningsgerð er auðvitað full af óvissu, þó að atvinnuveitendur lofi, á núverandi stigi, öllu góðu og óbreyttu. Ég leyfi mér að fullyrða: Það verður ekkert samt og óbreytt eftir 3 mánuði. Aðgerðapakkarnir 3 eru nú komnir í um 344 milljarða. Ég hef gert það að tillögu minni, að boðaður ferðastyrkur á alla fullorðna landsmenn, sem átti að vera 5.000 krónur á mann, sem fyrir mér er meira grín en alvara - einn kvöldverður - verði hækkaður í 50.000 krónur, þannig, að íslenzkur almenningur gæti nú í sumar heimsótt og kynnt sér sitt land meira og betur, en áður hefur gerzt; fyllt gististaði, hótel og veitingastaða landsins lífi; íslenzku lífi. Auðvitað yrðu þeir að bæta verulegum fjármunum við. Ríki og sveitarfélög myndu njóta skatta og skyldna. Eftir slíka íslenzka ferðaöldu kynnu útlendingar að byrja að fylla í skarðið og tryggja framhald í vaxandi mæli með haustinu. Ef þessi leið væri farin, ferðaþjónustunni til halds og trausts, en um leið landsmönnum til skemmtunar og tilbreytingar, eftir álag og erfiðleika Kórónu, myndi þessi aðgerð fara úr 1,5 milljarði í 15 milljarða. Núverandi heildarpakki færi þá úr 344 milljörðum í 357,5 milljarða, sem í augum undirritaðs væri, í þessu samhengi, bita munur en ekki fjár. Góð fjárfesting. Ef björgun á að takast, þannig, að þjóðarskútan og allt, sem innbyrðis er, standi af sér storminn, þarf að fara í 15-20% af landsframleiðslu; 450-600 miljarða. Inn á þá stærðargráðu eru aðrar vestrænar þjóðir stilltar. Þjóðverjar eru reiðubúnir til að fara í 20% af landsframleiðslu, ef þörf krefur, því þeir vita, að hvað sem skynsamleg fyrirbygging og vörn kann að kosta, verður hún ódýrari en endurreisn, ef til hruns kemur. Einhverjir kunna nú að spyrja, hvort höfundur sé orðinn róttækur vinstri maður. Bévítans kommi!? Nei, er svarið, höfundur er enn frjálslyndur og framsækinn Evrópusinni, en hann hefur lært, að án öryggis og velfarnaðar starfsmanna, þrifst eða blómstrar ekkert fyrirtæki. „Leben und leben lassen“ segja Þjóðverjar: „Að lifa og láta lifa“. Á því hefur höfundur trú. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun