Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. maí 2020 06:00 Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. Stjórn samgöngunefndar Alþingis Mér er skylt að upplýsa ykkur um framgang borgarstóra og meirihlutans í Reykjavík í máli sem snýr að flugvellinum í Reykjavík. Geri ég það í ljósi bréfs sem stjórnin sendi borgarstjóra um efndir borgarinnar hvað varðar samning sem ríkið gerði við Reykjavík um að framtíð flugvallarins væri tryggð þar til hugsanlega nýr flugvöllur tæki við starfsemi hans. Sjá hér. Á fundi borgarráðs 29. apríl sl. var þetta erindi lagt fram af hálfu meirihlutans: Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag. Mál nr. SN170833 Kynnt er staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð; uppdrættir, skilmálar og tímalína. Sjá 4. lið fundargerðar. Vil ég sérstaklega benda á bókun meirihlutans í málinu: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Verkefnið er í samræmi við gildandi aðalskipulag um uppbyggingu á svæðinu og í samræmi við samning ríkisins og Rvk frá 2013. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri strandbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.“ Hér er bókun mín í málinu: „Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Leggur ríkið til 100 milljónir og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi, þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því bæði kemur fram í greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 og nú kynningu að gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Ég kem til með að tilkynna stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu, enda hefur stjórnin þegar lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra hvort samkomulagið haldi og óskað var eftir staðfestingu á sameiginlegum skilningi hans og samgönguráðherra að flugvöllurinn yrði tryggður í Vatnsmýrinni. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur.“ Fleiri bókanir má finna undir dagskrárliðnum. Það er alveg ljóst á þessu að borgarstjóri ætlar sér ekki að uppfylla samkomulagið við ríkið og lýsi ég því yfir fullkomnum forsendubresti að hálfu borgarinnar. Með bestu kveðju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. Stjórn samgöngunefndar Alþingis Mér er skylt að upplýsa ykkur um framgang borgarstóra og meirihlutans í Reykjavík í máli sem snýr að flugvellinum í Reykjavík. Geri ég það í ljósi bréfs sem stjórnin sendi borgarstjóra um efndir borgarinnar hvað varðar samning sem ríkið gerði við Reykjavík um að framtíð flugvallarins væri tryggð þar til hugsanlega nýr flugvöllur tæki við starfsemi hans. Sjá hér. Á fundi borgarráðs 29. apríl sl. var þetta erindi lagt fram af hálfu meirihlutans: Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag. Mál nr. SN170833 Kynnt er staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð; uppdrættir, skilmálar og tímalína. Sjá 4. lið fundargerðar. Vil ég sérstaklega benda á bókun meirihlutans í málinu: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Verkefnið er í samræmi við gildandi aðalskipulag um uppbyggingu á svæðinu og í samræmi við samning ríkisins og Rvk frá 2013. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri strandbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.“ Hér er bókun mín í málinu: „Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Leggur ríkið til 100 milljónir og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi, þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því bæði kemur fram í greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 og nú kynningu að gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Ég kem til með að tilkynna stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu, enda hefur stjórnin þegar lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra hvort samkomulagið haldi og óskað var eftir staðfestingu á sameiginlegum skilningi hans og samgönguráðherra að flugvöllurinn yrði tryggður í Vatnsmýrinni. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur.“ Fleiri bókanir má finna undir dagskrárliðnum. Það er alveg ljóst á þessu að borgarstjóri ætlar sér ekki að uppfylla samkomulagið við ríkið og lýsi ég því yfir fullkomnum forsendubresti að hálfu borgarinnar. Með bestu kveðju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar