„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:10 Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA furðar sig á að ríkið gefi ekki skýr svör varðandi aðkomu að Icelandair. vísir/arnar Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. Framkvæmdastjóri Stefnis sem fer í heild með annan stærsta hlut í Icelandair segir að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en það komi fram með áætlanir um framhaldið. Hann segist aldrei hafa upplifað svona tíma. Greinendur telja að Icelandair sé mikilvægasta fyrirtæki landsins fyrir atvinnulíf og velferð.Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn aðstoða Icelandair við áætlanir vegna hlutafjárútboðs félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins hefur sagt verið sé að vinna á útboði en ekki sé komin tímasetning á það hvenær það verður. Tíminn vinnit ekki með félaginu þar sem stærstu hlutafjáreigendur hafa sagt að þeir taki engar ákvarðanir um frekari fjárfestingar fyrr en upplýsingar og áætlanir liggir fyrir. Ljóst er að ekki verður ráðist í útboð á næstu vikum því áður en það fer fram þarf að boða til hluthafafundar með nokkurra vikna fyrirvara og eftir það er hægt að fara í hlutafjárútboð. Mikilvægasta fyrirtæki landsins Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða hvort hlutafjárútboðið verði aðeins ætlað fagfjárfestum eða hvort almenningur geti einnig keypt hlutabréf í félaginu. Fjárfestar þurfa trúverðugar áætlanir um tekjur og kostnað og launakostnaður skiptir miklu máli í því samhengi. Þá þarf félagið að útskýra hvernig fer með samninga vegna Max flugvélanna sem voru kyrrsettar. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að greinendur telji að félagið þurfi 15 - 30 milljarða króna. Þá sé mikilvægt að kjarasamningar við lykilstarfsfólk verði að lágmarki til fimm ára. Greinendur sem fréttastofa hafði samband við í morgun meta það svo nú að Icelandair sé mikilvægast fyrirtæki landsins. Forsendur fyrir að hér sé öflugt atvinnulíf og velferð byggi að stórum hluta á að samgöngur til og frá landinu séu traustar. Aldrei upplifað aðra eins óvissutíma Sjóðstýringarfélagið Stefnir fer með samanlagt með annan stærstan hlut í Icelandair eða ríflega 12% í þremur sjóðum. Jökull Úlfsson framkvæmdastjóri sjóðsins segir að félagið hafi fjárfest í Icelandair eftir endurskipulagninu félagsins á sínum tíma og farið inn á genginu tveimur en gengið var í morgun um 2,4. Jökull segist aldrei hafa upplífað aðra eins óvissutíma. Fylgst sé náið með stöðu Icelandair og engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggi fyrir. Ákvarðanir verði byggðar á að tryggja hagsmuni sjóðsfélaga. Opnir fyrir því að taka upp kjarasamninga Icelandair sagði í gær upp 96% flugmanna sinna með tölvupósti og ábyrgðarbréf er á leiðinni til þeirra að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann er undrandi á að að ríkið komi ekki beint með fjármagn að félaginu í ljósi þess hversu mikilvægt það sé fyrir þjóðarhag. „Með þessa hagsmuni undir sem tengjast Icelandair þá er alveg furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp eitthvað merki um að það ætli að styðja við Icelandair,“ segir Jón Þór. Hann segir að eðlilegt að félagið sé að kanna að skoða launalið í tengslum við hlutafjárútboð. „Við erum alveg opnir fyrir því að skoða nýja kjarasamninga en launin sem flugmenn eru á eru fyllilega samkeppnishæf við allt sem er í kringum okkur“ segir hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Stj.mál Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Verkefnin of stór til að krefja ríkisstjórnina um samráð „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. 28. apríl 2020 22:02 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. Framkvæmdastjóri Stefnis sem fer í heild með annan stærsta hlut í Icelandair segir að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en það komi fram með áætlanir um framhaldið. Hann segist aldrei hafa upplifað svona tíma. Greinendur telja að Icelandair sé mikilvægasta fyrirtæki landsins fyrir atvinnulíf og velferð.Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn aðstoða Icelandair við áætlanir vegna hlutafjárútboðs félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins hefur sagt verið sé að vinna á útboði en ekki sé komin tímasetning á það hvenær það verður. Tíminn vinnit ekki með félaginu þar sem stærstu hlutafjáreigendur hafa sagt að þeir taki engar ákvarðanir um frekari fjárfestingar fyrr en upplýsingar og áætlanir liggir fyrir. Ljóst er að ekki verður ráðist í útboð á næstu vikum því áður en það fer fram þarf að boða til hluthafafundar með nokkurra vikna fyrirvara og eftir það er hægt að fara í hlutafjárútboð. Mikilvægasta fyrirtæki landsins Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða hvort hlutafjárútboðið verði aðeins ætlað fagfjárfestum eða hvort almenningur geti einnig keypt hlutabréf í félaginu. Fjárfestar þurfa trúverðugar áætlanir um tekjur og kostnað og launakostnaður skiptir miklu máli í því samhengi. Þá þarf félagið að útskýra hvernig fer með samninga vegna Max flugvélanna sem voru kyrrsettar. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að greinendur telji að félagið þurfi 15 - 30 milljarða króna. Þá sé mikilvægt að kjarasamningar við lykilstarfsfólk verði að lágmarki til fimm ára. Greinendur sem fréttastofa hafði samband við í morgun meta það svo nú að Icelandair sé mikilvægast fyrirtæki landsins. Forsendur fyrir að hér sé öflugt atvinnulíf og velferð byggi að stórum hluta á að samgöngur til og frá landinu séu traustar. Aldrei upplifað aðra eins óvissutíma Sjóðstýringarfélagið Stefnir fer með samanlagt með annan stærstan hlut í Icelandair eða ríflega 12% í þremur sjóðum. Jökull Úlfsson framkvæmdastjóri sjóðsins segir að félagið hafi fjárfest í Icelandair eftir endurskipulagninu félagsins á sínum tíma og farið inn á genginu tveimur en gengið var í morgun um 2,4. Jökull segist aldrei hafa upplífað aðra eins óvissutíma. Fylgst sé náið með stöðu Icelandair og engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggi fyrir. Ákvarðanir verði byggðar á að tryggja hagsmuni sjóðsfélaga. Opnir fyrir því að taka upp kjarasamninga Icelandair sagði í gær upp 96% flugmanna sinna með tölvupósti og ábyrgðarbréf er á leiðinni til þeirra að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann er undrandi á að að ríkið komi ekki beint með fjármagn að félaginu í ljósi þess hversu mikilvægt það sé fyrir þjóðarhag. „Með þessa hagsmuni undir sem tengjast Icelandair þá er alveg furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp eitthvað merki um að það ætli að styðja við Icelandair,“ segir Jón Þór. Hann segir að eðlilegt að félagið sé að kanna að skoða launalið í tengslum við hlutafjárútboð. „Við erum alveg opnir fyrir því að skoða nýja kjarasamninga en launin sem flugmenn eru á eru fyllilega samkeppnishæf við allt sem er í kringum okkur“ segir hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Stj.mál Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Verkefnin of stór til að krefja ríkisstjórnina um samráð „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. 28. apríl 2020 22:02 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54
Verkefnin of stór til að krefja ríkisstjórnina um samráð „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. 28. apríl 2020 22:02
Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36