Stefna á að prófa 100 þúsund á dag fyrir veirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. apríl 2020 08:21 Á mánudag voru tekin 43 þúsund sýni til að prófa fyrir kórónuveirunni í Bretlandi. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að frá og með morgundeginum verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag. Á fimmtudag greindu stjórnvöld frá því að allt framlínustarfsfólk í Bretlandi, þar á meðal allt heilbrigðisstarfsfólk, stór hluti opinberra starfsmanna og starfsfólk sem kemur að því að viðhalda fæðuöryggi í landinu, kæmi til með að geta farið í sýnatöku. Nú hefur starfsfólki hjúkrunarheimila, öllum sem ekki geta unnið heiman frá og fólki yfir 65 ára verið bætt á lista yfir þá sem eiga rétt á sýnatöku. Þá munu allir sem sýna einkenni kórónuveirunnar, og búa með einhverjum sem á rétt á sýnatöku, einnig geta farið í sýnatöku. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu fóru fram rétt rúmlega 43 þúsund sýnatökur síðastliðinn mánudag, en stefnt er að því að frá og með morgundeginum verði hægt að prófa hundrað þúsund manns á dag. Öll sem eiga rétt á sýnatöku geta bókað tíma í slíkt á þar til gerðri vefsíðu sem bresk stjórnvöld halda úti. „Frá byggingaverkamönnum til neyðarpípara, frá vísindamönnum við rannsóknir til framleiðslustarfsmanna, útvíkkun aðgangs að prófum mun vernda viðkvæmustu hópa og hjálpa til við að halda fólki öruggu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, á síðasta upplýsingafundi um kórónuveiruna. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.Vísir/EPA Uppfæra tölur um dauðsföll Stjórnvöld í Bretlandi vinna nú að því að uppfæra opinberar tölur um dauðsföll af völdum Covid-19 í Bretlandi. Aðallega er unnið að því að koma tölum yfir dauðsföll inni á hjúkrunarheimilum inn í opinberu tölurnar, sem hingað til hafa nánast eingöngu náð til dauðsfalla inni á sjúkrahúsum. Tölur frá Tölfræðiskrifstofu Bretlands hafa sýnt að um þriðjungur allra dauðsfalla af völdum veirunnar í Englandi og Wales eiga sér nú stað á hjúkrunarheimilum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að frá og með morgundeginum verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag. Á fimmtudag greindu stjórnvöld frá því að allt framlínustarfsfólk í Bretlandi, þar á meðal allt heilbrigðisstarfsfólk, stór hluti opinberra starfsmanna og starfsfólk sem kemur að því að viðhalda fæðuöryggi í landinu, kæmi til með að geta farið í sýnatöku. Nú hefur starfsfólki hjúkrunarheimila, öllum sem ekki geta unnið heiman frá og fólki yfir 65 ára verið bætt á lista yfir þá sem eiga rétt á sýnatöku. Þá munu allir sem sýna einkenni kórónuveirunnar, og búa með einhverjum sem á rétt á sýnatöku, einnig geta farið í sýnatöku. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu fóru fram rétt rúmlega 43 þúsund sýnatökur síðastliðinn mánudag, en stefnt er að því að frá og með morgundeginum verði hægt að prófa hundrað þúsund manns á dag. Öll sem eiga rétt á sýnatöku geta bókað tíma í slíkt á þar til gerðri vefsíðu sem bresk stjórnvöld halda úti. „Frá byggingaverkamönnum til neyðarpípara, frá vísindamönnum við rannsóknir til framleiðslustarfsmanna, útvíkkun aðgangs að prófum mun vernda viðkvæmustu hópa og hjálpa til við að halda fólki öruggu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, á síðasta upplýsingafundi um kórónuveiruna. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.Vísir/EPA Uppfæra tölur um dauðsföll Stjórnvöld í Bretlandi vinna nú að því að uppfæra opinberar tölur um dauðsföll af völdum Covid-19 í Bretlandi. Aðallega er unnið að því að koma tölum yfir dauðsföll inni á hjúkrunarheimilum inn í opinberu tölurnar, sem hingað til hafa nánast eingöngu náð til dauðsfalla inni á sjúkrahúsum. Tölur frá Tölfræðiskrifstofu Bretlands hafa sýnt að um þriðjungur allra dauðsfalla af völdum veirunnar í Englandi og Wales eiga sér nú stað á hjúkrunarheimilum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira