„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 12:09 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent