Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 19:40 Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna kórónuveirunnar á Landspítalanum og rými skapast þá fyrir aðra sjúklinga. Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira