Hætta eða fara í leyfi vegna átaka við formann Stjörnunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2020 13:53 Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar, Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, Ásta Kristjánsdóttir varaformaður, Sigríður Dís Guðjónsdóttir varamaður og Kristján B. Thorlacius stjórnarmaður. Þau þrjú síðastnefndu hafa sagt sig úr stjórn Stjörnunnar. vísir/samsett Skortur á trausti, ófagleg vinnubrögð og óeðlileg samskipti eru uppgefnar ástæður fyrir því að tvær konur, þeirra á meðal varaformaðurinn, og einn karlmaður hafa sagt sig úr aðalstjórn íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ á undanförnum vikum. Framkvæmdastjóri Stjörnunnar fór í veikindaleyfi vegna álags og átaka í samskiptum. Spjótin beinast að formanni Stjörnunnar sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við. Stjarnan glímir við fjárhagserfiðleika líkt og svo til öll íþróttafélög í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. Styrktaraðila er erfitt að finna í íþróttahreyfingunni þessa dagana, starfsfólk og íþróttafólk er beðið um að taka á sig launalækkun enda miklir óvissutímar. Ofan í þessa erfiðleika er ljóst að allt er að sjóða upp úr í aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ. Formaðurinn Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, virðist eiga í erfiðleikum í samskiptum við stjórnarfólk og starfsfólk sem hrökklast hvert á fætur öðru úr starfinu í Garðabæ. Lítið er um að vera í Ásgarði þessa dagana eins og öðrum íþróttahúsum vegna samkomubanns.Vísir/Vilhelm Frá vinnu „sökum álags og átaka í starfi“ Málið er afar viðkvæmt og hefur blaðamaður rætt við innanbúðarfólk hjá Stjörnunni sem forðast allt að koma fram undir nafni. Aðalstjórn Stjörnunnar hefur áhrif á starf einstakra deilda, meðal annars skiptingu fjármagns, og enginn vill styggja formanninn. Aðrir vilja ekki reka málið í fjölmiðlum en telja engu að síður eitthvað mikið að í félaginu. Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar og hefur verið frá því í júlí 2016. Almenn ánægja virðist ríkja með störf Ásu ef marka má viðmælendur blaðamanns í Garðabænum. Ása fór í veikindaleyfi fyrr á þessu ári. Ása er snúin aftur til starfa eftir veikindaleyfi og ræddi áskoranir félagsins, þó ekki innanhússátökin, í Sportinu á Vísi á dögunum. Í tölvupósti Ásu til aðalstjórnar, formanna deilda og starfsmanna sem sendur var þann 13. febrúar kom fram að hún væri frá vinnu sökum álags og átaka í starfi. Samkvæmt heimildum Vísis kom álagið í starfi meðal annars til af því að Ása sinnti fleiri hlutverkum á skrifstofunni um tíma vegna fjarveru annars starfsfólks. Átökin í starfi munu hins vegar aðallega ef ekki eingöngu hafa verið við Sigurð Bjarnason, formann Stjörnunnar. Ása Inga og Sigurður þegar tilkynnt var um ráðningu Ásu sem framkvæmdastjóra árið 2016. Í tölvupóstinum kemur jafnframt fram að Ása segist senda tölvupóstinn „í ljósi atburðarásar sem hefur átt sér stað síðastliðna daga“. Ása vildi ekki ræða málið þegar blaðamaður hafði samband við hana. Hún hefur snúið aftur til vinnu eftir fjögurra vikna veikindaleyfi. Viðmælendur Vísis nefna svonefnd „Ásgarðsmál“ sem dæmi um átakamál innan félagsins en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum. Ásgarðsmálið Ásgarðsmálið snýst í grófum dráttum um áætlanir handknattleiksdeildar að snúa aftur í Ásgarð og spila keppnisleiki sína þar, en ekki í Mýrinni sem verið hefur heimavöllur handboltans undanfarin fimmtán ár. Íþróttahúsið Mýrin var opnuð árið 2004. Pétur Bjarnason er formaður handknattleiksdeildar Stjörunnar. Hann er líka bróðir Sigurðar formanns. Pétur fór í viðtal á Vísi þann 12. febrúar síðastliðinn og lýsti því yfir að næstu leikir Stjörnunnar yrðu í Ásgarði. Ásetningur félagsins væri að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem væri hjarta félagsins. Körfuboltalið Stjörnunnar hefur spilað heimaleiki sína í Ásgarði um árabil. Lengi vel var Stjarnan miklu meiri handboltaklúbbur en körfuboltaklúbbur. Minnast margir tímanna í Ásgarði þegar Sigurður og Patrekur Jóhannesson, þá einhverjir efnilegustu handboltamenn landsins, spiluðu fyrir fullu húsi. Pétur viðurkenndi í viðtalinu að körfuboltadeildin væri ekki spennt með flutning handboltans í Ásgarð. Samvinna einkunnarorð félagsins „Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. Handboltadeildin segir Mýrina komna til ára sinna hvað varðar stúkuna og klukkuna sem þurfi að laga. 150 áhorfendur á leikjum handboltaliðanna passi betur í Ásgarði en Mýrinni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis var körfuboltadeildin ekki aðeins ósátt við áætlanirnar heldur líka með tímasetningu viðtalsins. Stjarnan spilaði í undanúrslitum bikarsins í körfubolta sama dag og viðtalið birtist. Hálfum sólarhring fyrr hafði Patrekur Jóhannesson verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðsins. Fannst körfuboltafólki í Garðabæ einkennilegt að handboltinn væri að stela sviðsljósinu þegar bikarúrslitahelgin væri að hefjast hjá körfuboltanum. Stjörnustrákarnir urðu bikarmeistarar í körfubolta í febrúar.Vísir/Daníel Þór Hætti við að hætta Þann 24. febrúar sendi Ásta Kristjánsdóttir, varaformaður Stjörnunnar, tölvupóst á formenn deilda og starfsmenn þar sem boðað var til aðalfundar 17. mars. Aðalfundur hjá íþróttafélögum er árlegur fundur þar sem stjórnarmenn eru kosnir, farið er yfir rekstrarárið og fjárhagsáætlun rædd. Í fundarboðinu kom fram að Sigurður Bjarnason ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram til formanns. Félagsmenn væru hvattir til að gefa kost á sér til endurkjörs en um er að ræða hugsjónarstarf í sjálfboðavinnu. Sigurður Bjarnason hefur verið formaður Stjörnunnar undanfarin fimm ár. Yfirvofandi brotthvarf formanns virðist hafa létt áhyggjur hjá ýmsum hjá Stjörnunni. Það kom í það minnsta mörgum í opna skjöldu þegar í ljós kom að Sigurður ætlaði ekkert að hætta sem formaður eftir allt saman. Í fundargerð stjórnarfundar rúmum tveimur vikum síðar, þann 9. mars, kemur fram að ákveðið hafi verið að fresta aðalfundinum um mánuð, eða til 22. apríl. Þar kemur einnig fram að Ásgarðsmálinu sé formlega lokið. Ásgarðsmálinu er formlega lokið af hálfu handknattleiksdeildar og er áætlað að leggjast í vinnu með bæjaryfirvöldum um að breyta Mýrinni í betra keppnishús Ósáttur við formanninn Ásgarðsmálið var hins vegar langt í frá eina málið þar sem samskipti hefðu mátt vera með betri hætti að sögn viðmælenda Vísis. Á aðalfundi þann 30. mars heltist fyrsti stjórnarmaðurinn af þremur úr lestinni. Um var að ræða Kristján B. Thorlacius hæstaréttarlögmann sem hafði verið stjórnarmaður til fimm ára. „Eftir að hafa eitt miklum tíma og orku í að leysa ágreiningsmál, sem uppi hafa verið í félaginu á undanförnum vikum og mánuðum, er orðið ljóst að hugmyndir mínar og formanns félagsins um það hvernig eigi að haga samskiptum og ákvarðanatöku innan stjórnar, samskiptum við einstakar deildir og við einstaka starfsmenn fara ekki saman. Ekki er lengur til staðar það traust sem þarf að vera til staðar í starfi sem þessu,“ segir í bókun Kristjáns, sem var ritari stjórnar, frá fundinum. Ragnar Snær Njálsson, leikmaður karlaliðsins í handbolta, í leik Stjörnunnar og Selfoss í Mýrinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er því óhjákvæmilegt að ég tilkynni um úrsögn mína úr stjórn UMF Stjörnunnar frá og með deginum í dag að telja.“ Í stjórn Stjörnunnar eru fimm aðalmenn og tveir varamenn. Eftir afsögn Kristjáns voru fjórir aðalmenn eftir og tveir varamenn. Segja fagleg vinnubrögð ekki viðhöfð Í síðustu viku sendu svo tveir stjórnarmenn til viðbótar afsagnarbréf á formenn deilda, starfsfólk Stjörnunnar og bæjarfulltrúa. Um er að ræða þær Ástu Kristjánsdóttur varaformann og Sigíði Dís Guðjónsdóttur varamann. „Á aðalstjórnarfundi félagsins föstudaginn 17. apríl sk. lögðu undirritaðar fram bókun þess efnis að þær myndu láta af störfum í stjórn félagsins. Ástæðan er sú að ekki er til staðar það traust sem þarf að vera á milli formanns og stjórnarmanna. Einnig eru ekki viðhöfð þau faglegu vinnubrögð sem við höfum haft að leiðarljósi í okkar stjórnarsetu fyrir félagið,“ sagði í tölvupósti þeirra Ástu og Sigríðar. Sigurður formaður, til vinstri, og þau þrjú sem geta ekki starfað með honum. Ásta, Sigríður og Kristján.Stjarnan Stjórnarfundur er fyrirhugaður hjá aðalstjórn í dag sem verður að líkindum ansi fámennur enda aðeins fjórir eftir í stjórn félagsins. Sigurður Bjarnason hafði ekki tök á að ræða málið þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun þar sem hann sagðist upptekinn við vinnu. Aðspurður hvort hann hefði fimm mínútur í hádeginu sagðist hann þá vera upptekinn í mat. Hann gæti rætt málið í kvöld. Garðabær Handbolti Körfubolti Stjarnan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Skortur á trausti, ófagleg vinnubrögð og óeðlileg samskipti eru uppgefnar ástæður fyrir því að tvær konur, þeirra á meðal varaformaðurinn, og einn karlmaður hafa sagt sig úr aðalstjórn íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ á undanförnum vikum. Framkvæmdastjóri Stjörnunnar fór í veikindaleyfi vegna álags og átaka í samskiptum. Spjótin beinast að formanni Stjörnunnar sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við. Stjarnan glímir við fjárhagserfiðleika líkt og svo til öll íþróttafélög í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. Styrktaraðila er erfitt að finna í íþróttahreyfingunni þessa dagana, starfsfólk og íþróttafólk er beðið um að taka á sig launalækkun enda miklir óvissutímar. Ofan í þessa erfiðleika er ljóst að allt er að sjóða upp úr í aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ. Formaðurinn Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, virðist eiga í erfiðleikum í samskiptum við stjórnarfólk og starfsfólk sem hrökklast hvert á fætur öðru úr starfinu í Garðabæ. Lítið er um að vera í Ásgarði þessa dagana eins og öðrum íþróttahúsum vegna samkomubanns.Vísir/Vilhelm Frá vinnu „sökum álags og átaka í starfi“ Málið er afar viðkvæmt og hefur blaðamaður rætt við innanbúðarfólk hjá Stjörnunni sem forðast allt að koma fram undir nafni. Aðalstjórn Stjörnunnar hefur áhrif á starf einstakra deilda, meðal annars skiptingu fjármagns, og enginn vill styggja formanninn. Aðrir vilja ekki reka málið í fjölmiðlum en telja engu að síður eitthvað mikið að í félaginu. Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar og hefur verið frá því í júlí 2016. Almenn ánægja virðist ríkja með störf Ásu ef marka má viðmælendur blaðamanns í Garðabænum. Ása fór í veikindaleyfi fyrr á þessu ári. Ása er snúin aftur til starfa eftir veikindaleyfi og ræddi áskoranir félagsins, þó ekki innanhússátökin, í Sportinu á Vísi á dögunum. Í tölvupósti Ásu til aðalstjórnar, formanna deilda og starfsmanna sem sendur var þann 13. febrúar kom fram að hún væri frá vinnu sökum álags og átaka í starfi. Samkvæmt heimildum Vísis kom álagið í starfi meðal annars til af því að Ása sinnti fleiri hlutverkum á skrifstofunni um tíma vegna fjarveru annars starfsfólks. Átökin í starfi munu hins vegar aðallega ef ekki eingöngu hafa verið við Sigurð Bjarnason, formann Stjörnunnar. Ása Inga og Sigurður þegar tilkynnt var um ráðningu Ásu sem framkvæmdastjóra árið 2016. Í tölvupóstinum kemur jafnframt fram að Ása segist senda tölvupóstinn „í ljósi atburðarásar sem hefur átt sér stað síðastliðna daga“. Ása vildi ekki ræða málið þegar blaðamaður hafði samband við hana. Hún hefur snúið aftur til vinnu eftir fjögurra vikna veikindaleyfi. Viðmælendur Vísis nefna svonefnd „Ásgarðsmál“ sem dæmi um átakamál innan félagsins en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum. Ásgarðsmálið Ásgarðsmálið snýst í grófum dráttum um áætlanir handknattleiksdeildar að snúa aftur í Ásgarð og spila keppnisleiki sína þar, en ekki í Mýrinni sem verið hefur heimavöllur handboltans undanfarin fimmtán ár. Íþróttahúsið Mýrin var opnuð árið 2004. Pétur Bjarnason er formaður handknattleiksdeildar Stjörunnar. Hann er líka bróðir Sigurðar formanns. Pétur fór í viðtal á Vísi þann 12. febrúar síðastliðinn og lýsti því yfir að næstu leikir Stjörnunnar yrðu í Ásgarði. Ásetningur félagsins væri að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem væri hjarta félagsins. Körfuboltalið Stjörnunnar hefur spilað heimaleiki sína í Ásgarði um árabil. Lengi vel var Stjarnan miklu meiri handboltaklúbbur en körfuboltaklúbbur. Minnast margir tímanna í Ásgarði þegar Sigurður og Patrekur Jóhannesson, þá einhverjir efnilegustu handboltamenn landsins, spiluðu fyrir fullu húsi. Pétur viðurkenndi í viðtalinu að körfuboltadeildin væri ekki spennt með flutning handboltans í Ásgarð. Samvinna einkunnarorð félagsins „Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. Handboltadeildin segir Mýrina komna til ára sinna hvað varðar stúkuna og klukkuna sem þurfi að laga. 150 áhorfendur á leikjum handboltaliðanna passi betur í Ásgarði en Mýrinni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis var körfuboltadeildin ekki aðeins ósátt við áætlanirnar heldur líka með tímasetningu viðtalsins. Stjarnan spilaði í undanúrslitum bikarsins í körfubolta sama dag og viðtalið birtist. Hálfum sólarhring fyrr hafði Patrekur Jóhannesson verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðsins. Fannst körfuboltafólki í Garðabæ einkennilegt að handboltinn væri að stela sviðsljósinu þegar bikarúrslitahelgin væri að hefjast hjá körfuboltanum. Stjörnustrákarnir urðu bikarmeistarar í körfubolta í febrúar.Vísir/Daníel Þór Hætti við að hætta Þann 24. febrúar sendi Ásta Kristjánsdóttir, varaformaður Stjörnunnar, tölvupóst á formenn deilda og starfsmenn þar sem boðað var til aðalfundar 17. mars. Aðalfundur hjá íþróttafélögum er árlegur fundur þar sem stjórnarmenn eru kosnir, farið er yfir rekstrarárið og fjárhagsáætlun rædd. Í fundarboðinu kom fram að Sigurður Bjarnason ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram til formanns. Félagsmenn væru hvattir til að gefa kost á sér til endurkjörs en um er að ræða hugsjónarstarf í sjálfboðavinnu. Sigurður Bjarnason hefur verið formaður Stjörnunnar undanfarin fimm ár. Yfirvofandi brotthvarf formanns virðist hafa létt áhyggjur hjá ýmsum hjá Stjörnunni. Það kom í það minnsta mörgum í opna skjöldu þegar í ljós kom að Sigurður ætlaði ekkert að hætta sem formaður eftir allt saman. Í fundargerð stjórnarfundar rúmum tveimur vikum síðar, þann 9. mars, kemur fram að ákveðið hafi verið að fresta aðalfundinum um mánuð, eða til 22. apríl. Þar kemur einnig fram að Ásgarðsmálinu sé formlega lokið. Ásgarðsmálinu er formlega lokið af hálfu handknattleiksdeildar og er áætlað að leggjast í vinnu með bæjaryfirvöldum um að breyta Mýrinni í betra keppnishús Ósáttur við formanninn Ásgarðsmálið var hins vegar langt í frá eina málið þar sem samskipti hefðu mátt vera með betri hætti að sögn viðmælenda Vísis. Á aðalfundi þann 30. mars heltist fyrsti stjórnarmaðurinn af þremur úr lestinni. Um var að ræða Kristján B. Thorlacius hæstaréttarlögmann sem hafði verið stjórnarmaður til fimm ára. „Eftir að hafa eitt miklum tíma og orku í að leysa ágreiningsmál, sem uppi hafa verið í félaginu á undanförnum vikum og mánuðum, er orðið ljóst að hugmyndir mínar og formanns félagsins um það hvernig eigi að haga samskiptum og ákvarðanatöku innan stjórnar, samskiptum við einstakar deildir og við einstaka starfsmenn fara ekki saman. Ekki er lengur til staðar það traust sem þarf að vera til staðar í starfi sem þessu,“ segir í bókun Kristjáns, sem var ritari stjórnar, frá fundinum. Ragnar Snær Njálsson, leikmaður karlaliðsins í handbolta, í leik Stjörnunnar og Selfoss í Mýrinni í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er því óhjákvæmilegt að ég tilkynni um úrsögn mína úr stjórn UMF Stjörnunnar frá og með deginum í dag að telja.“ Í stjórn Stjörnunnar eru fimm aðalmenn og tveir varamenn. Eftir afsögn Kristjáns voru fjórir aðalmenn eftir og tveir varamenn. Segja fagleg vinnubrögð ekki viðhöfð Í síðustu viku sendu svo tveir stjórnarmenn til viðbótar afsagnarbréf á formenn deilda, starfsfólk Stjörnunnar og bæjarfulltrúa. Um er að ræða þær Ástu Kristjánsdóttur varaformann og Sigíði Dís Guðjónsdóttur varamann. „Á aðalstjórnarfundi félagsins föstudaginn 17. apríl sk. lögðu undirritaðar fram bókun þess efnis að þær myndu láta af störfum í stjórn félagsins. Ástæðan er sú að ekki er til staðar það traust sem þarf að vera á milli formanns og stjórnarmanna. Einnig eru ekki viðhöfð þau faglegu vinnubrögð sem við höfum haft að leiðarljósi í okkar stjórnarsetu fyrir félagið,“ sagði í tölvupósti þeirra Ástu og Sigríðar. Sigurður formaður, til vinstri, og þau þrjú sem geta ekki starfað með honum. Ásta, Sigríður og Kristján.Stjarnan Stjórnarfundur er fyrirhugaður hjá aðalstjórn í dag sem verður að líkindum ansi fámennur enda aðeins fjórir eftir í stjórn félagsins. Sigurður Bjarnason hafði ekki tök á að ræða málið þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun þar sem hann sagðist upptekinn við vinnu. Aðspurður hvort hann hefði fimm mínútur í hádeginu sagðist hann þá vera upptekinn í mat. Hann gæti rætt málið í kvöld.
Garðabær Handbolti Körfubolti Stjarnan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti