Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:51 Fáir Íslendingar og enn færri ferðamenn sóttu miðborg Reykjavíkur heim á föstudagskvöld. vísir/vilhelm Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan. Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan.
Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira