Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:51 Fáir Íslendingar og enn færri ferðamenn sóttu miðborg Reykjavíkur heim á föstudagskvöld. vísir/vilhelm Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan. Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan.
Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira