Sex ár í dag síðan Steven Gerrard rann á rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 13:00 Steven Gerrard gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir mistökin á móti Chelsea vorið 2014. Hann hefur heyrt oft um þetta síðan og þar á meðal í dag þegar sex ár eru liðin frá því að hann rann á rasinn fyrir fram Kop stúkuna. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020
„Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira