„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Jake Paul er yfirlýsingaglaður fyrir bardaga sinn á móti Anthony Joshua. Getty/ Leonardo Fernandez Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði. aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul) Box Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul)
Box Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira