Sex ár í dag síðan Steven Gerrard rann á rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 13:00 Steven Gerrard gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir mistökin á móti Chelsea vorið 2014. Hann hefur heyrt oft um þetta síðan og þar á meðal í dag þegar sex ár eru liðin frá því að hann rann á rasinn fyrir fram Kop stúkuna. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020
„Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira