Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:59 Boris Johnson flytur ávarp fyrir utan Downingstræti 10 á fyrsta vinnudegi sínum eftir Covid-veikindi. Vísir/getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13
Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52