Lineker talaði um það þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik á HM á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 08:30 Gary Lineker í leik með enska landsliðinu á HM á Ítalíu 1990. Getty/Mark Leech Fótboltaleysið dregur ýmislegt fram í dagsljósið og fær marga til að rifja upp alls kyns sögur frá ferlinum. Enska knattspyrnugoðsögnin og þáttastjórnandinn Gary Lineker var meira segja tilbúinn að ræða vandræðalegasta augnablikið á ferlinum. Gary Lineker ræddi það í hlaðvarpsþætti „Match of the Day“ þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik með enska landsliðinu og það sjálfu á heimsmeistaramótinu. Þetta var fyrsti leikur enska landsliðsins á HM á Ítalíu 1990 og var á móti Írum í Cagliari. "Thank God I had dark blue shorts on that day. I'm shovelling it out and rubbing myself on the grass like a dog." Gary Lineker has spoken about the time he s**t himself on the pitch during an England game. https://t.co/NBntFsBY9Y pic.twitter.com/rS3ip2iEGr— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Gary Lineker hafði verið veikur og var með niðurgang nóttina fyrir leikinn. Hann vildi samt ekki láta landsliðsþjálfarann vita af ótta um að missa sæti sitt í liðinu. Lineker áttaði sig á því eftir tíu til fimmtán mínútur í síðari hálfleik að maginn hans ætlaði að vera til enn frekari vandræða. „Ég hafði verið veikur um nóttina og hafði vaknað nokkrum sinnum með niðurgang. Ég sagði ekki Bobby Robson frá þessu því ég vildi spila og var hræddur um að hann tæki mig út úr liðinu,“ sagði Gary Lineker. „Leikurinn fór af stað og það var allt í góðu til að byrja með. Eftir tuttugu mínútur fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ég náð samt einhvern veginn að komast í gegnum fyrri hálfleikinn,“ sagði Lineker. „Ég byrja síðan seinni hálfleikinn en eftir tíu til fimmtán mínútur þá fékk ég magakrampa á ný. Ég hugsaði: Nú er ég í vandræðum,“ sagði Lineker. watch on YouTube „Svo kom að því að ég renndi mér í grasið og reyndi að komast fyrir boltann. Ég fór í jörðina, slakaði á í smástund og það varð sprenging,“ sagði Lineker. „Ég hugsaði: Guð minn góður. Þetta var líka út um allt. Ef þið horfið á upptökuna þá má sjá þegar Gary Stevens kemur til mín og spyr mig hvað sé að: Ég sagði honum að ég hefði skitið á mig, sagði Gary Lineker. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en ég þakka guði að hafa verið í svörtum buxum þennan daginn. Ég reyndi að skófla þessu út og þurrkaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker. „Það var magnað hvað ég fékk mig pláss eftir þetta því ég lyktaði auðvitað mjög illa. Á endanum varð Bobby að taka mig af velli, sagði Lineker en hann slapp þó ekki á klósettið alveg strax. „Á flestum völlum eru varamannabekkirnir vanalega við leikmannagöngin en á þessum velli voru þeir aftur á móti hinum megin. Ég þurfti því að klára leikinn á bekknum með öllum hinum varamönnunum,“ sagði Lineker. „Það má sjá alla varamennina reyna að koma sér í burtu frá mér á meðan ég sat einn og yfirgefinn að vorkenna sjálfum mér,“ sagði Lineker. Gary Lineker skoraði alls fjögur mörk á mótinu og enska liðið fór alla leið í undanúrslitin þar sem liðið tapaði í vítakeppni á móti verðandi heimsmeisturum Þýskalands. Starting now on @bbcone...#MOTDTop10 with Gary, Ian and Alan discussing the most bonkers moments in Premier League history.Watch: https://t.co/nZxecSqRMQ pic.twitter.com/LAf0T4K5E2— Match of the Day (@BBCMOTD) April 25, 2020 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Fótboltaleysið dregur ýmislegt fram í dagsljósið og fær marga til að rifja upp alls kyns sögur frá ferlinum. Enska knattspyrnugoðsögnin og þáttastjórnandinn Gary Lineker var meira segja tilbúinn að ræða vandræðalegasta augnablikið á ferlinum. Gary Lineker ræddi það í hlaðvarpsþætti „Match of the Day“ þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik með enska landsliðinu og það sjálfu á heimsmeistaramótinu. Þetta var fyrsti leikur enska landsliðsins á HM á Ítalíu 1990 og var á móti Írum í Cagliari. "Thank God I had dark blue shorts on that day. I'm shovelling it out and rubbing myself on the grass like a dog." Gary Lineker has spoken about the time he s**t himself on the pitch during an England game. https://t.co/NBntFsBY9Y pic.twitter.com/rS3ip2iEGr— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Gary Lineker hafði verið veikur og var með niðurgang nóttina fyrir leikinn. Hann vildi samt ekki láta landsliðsþjálfarann vita af ótta um að missa sæti sitt í liðinu. Lineker áttaði sig á því eftir tíu til fimmtán mínútur í síðari hálfleik að maginn hans ætlaði að vera til enn frekari vandræða. „Ég hafði verið veikur um nóttina og hafði vaknað nokkrum sinnum með niðurgang. Ég sagði ekki Bobby Robson frá þessu því ég vildi spila og var hræddur um að hann tæki mig út úr liðinu,“ sagði Gary Lineker. „Leikurinn fór af stað og það var allt í góðu til að byrja með. Eftir tuttugu mínútur fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ég náð samt einhvern veginn að komast í gegnum fyrri hálfleikinn,“ sagði Lineker. „Ég byrja síðan seinni hálfleikinn en eftir tíu til fimmtán mínútur þá fékk ég magakrampa á ný. Ég hugsaði: Nú er ég í vandræðum,“ sagði Lineker. watch on YouTube „Svo kom að því að ég renndi mér í grasið og reyndi að komast fyrir boltann. Ég fór í jörðina, slakaði á í smástund og það varð sprenging,“ sagði Lineker. „Ég hugsaði: Guð minn góður. Þetta var líka út um allt. Ef þið horfið á upptökuna þá má sjá þegar Gary Stevens kemur til mín og spyr mig hvað sé að: Ég sagði honum að ég hefði skitið á mig, sagði Gary Lineker. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en ég þakka guði að hafa verið í svörtum buxum þennan daginn. Ég reyndi að skófla þessu út og þurrkaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker. „Það var magnað hvað ég fékk mig pláss eftir þetta því ég lyktaði auðvitað mjög illa. Á endanum varð Bobby að taka mig af velli, sagði Lineker en hann slapp þó ekki á klósettið alveg strax. „Á flestum völlum eru varamannabekkirnir vanalega við leikmannagöngin en á þessum velli voru þeir aftur á móti hinum megin. Ég þurfti því að klára leikinn á bekknum með öllum hinum varamönnunum,“ sagði Lineker. „Það má sjá alla varamennina reyna að koma sér í burtu frá mér á meðan ég sat einn og yfirgefinn að vorkenna sjálfum mér,“ sagði Lineker. Gary Lineker skoraði alls fjögur mörk á mótinu og enska liðið fór alla leið í undanúrslitin þar sem liðið tapaði í vítakeppni á móti verðandi heimsmeisturum Þýskalands. Starting now on @bbcone...#MOTDTop10 with Gary, Ian and Alan discussing the most bonkers moments in Premier League history.Watch: https://t.co/nZxecSqRMQ pic.twitter.com/LAf0T4K5E2— Match of the Day (@BBCMOTD) April 25, 2020
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira