Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 18:47 Logi og Sigmundur eru formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira