Þrælar ríkisins Hermundur Guðsteinsson skrifar 26. apríl 2020 11:00 „Kæri Hermundur Mikið hefur mætt á þeim sem halda uppi lögum og reglu á Íslandi undanfarnar vikur, bæði lögregluliðinu í heild og einstaklingum sem það skipa. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með skipulagi aðgerða, stillingu lögreglumanna og lagni þeirra í samskiptum við mótmælendur í ýmiss konar ástandi. Þeir hafa lagt sjálfa sig í hættu við að gæta öryggis borgaranna og verja stofnanir ríkisins og eigur þess.“ Þessi fallegu orð má finna í bréfi, dagsettu 28. janúar 2009. Í niðurlagi bréfsins er mér óskað farsældar í starfi og einkalífi, enn fremur kemur fram að bréfið er ritað af vinsemd og virðingu. Þessi fallegu orð eru undirrituð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, af þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, mögulega hans síðasta embættisverk. Ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni, af fullri alvöru. Þó ekki sem hluti þeirra þúsunda sem þar mótmæltu heldur einn þeirra, innan við tvö hundruð lögreglumanna, sem stóðu dag og nótt í miðbæ Reykjavíkur. Ég man vel eftir þessu. Ég man vel eftir því að ryðja leið fyrir ráðherra og þingmenn svo þeir kæmust akandi frá Alþingi. Ég man vel eftir óttanum þegar við stóðum níu fyrir framan Stjórnarráðið og mannhafið kom æðandi frá Austurvelli. Ég man vel eftir hávaðanum frá pottum, pönnum sem og flugeldum sem sprungu við fæturna á mér. Ég man vel eftir höfuðverknum sem orsakaðist af hávaðanum og fljúgandi gos- og bjórflöskum sem lentu á hjálminum. Ég man vel eftir bakverknum eftir að standa klukkustundum saman, án hvíldar, fyrir framan Alþingi og Stjórnarráðið í fullum óeirðabúningi. Ég man vel eftir því að leggjast á gólf Alþingishússins þegar langþráð hvíldin kom. Ég man vel eftir ráðherrum og þingmönnum sem gægðust, svo lítið bæri á, út um glugga Alþingishússins, líkt og þeir sem þykjast ekki vera heima en vilja samt sjá hver er að banka. Sumir óttaslegnir yfir því að missa þægileg sæti sín við kjötkatlana, aðrir spenntir að koma sér og sínum mögulega nær þeim sömu kötlum. Það skipti samt engu hvort þingmenn voru óttaslegnir eða spenntir. Enginn þeirra vildi fá reiðan múginn inn fyrir dyr, enginn vildi hitta á múginn í návígi. Þá var gott að geta falið sig, sparifataklæddur, bak við lögregluna sem tók við því sem kastað var, því sem sagt var og því sem gert var, en var ráðherrum og þingmönnum ætlað. Ég man vel að þessar stundir þar sem lögreglumenn „lögðu sjálfa sig í hættu við að gæta öryggis borgaranna og verja stofnanir ríkisins og eigur þess” þóttu réttlætanlegar án þess að fyrir þá hættu væri greitt sérstaklega eða fólki umbunað fyrir. Ég man sérstaklega vel að ég hafði ekki val um hvort ég sinnti þessu þrátt fyrir að mín starfstöð og minn vinnuveitandi annist ekki löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn eru á margan hátt einstök starfsstétt. Langlundargeð þeirra virðist oft ótakmarkað. Lögreglumenn virðast sífellt reiðubúnir að fórna sínu fyrir félagann, hagsmuni embættisins eða samfélagið. Lögreglumenn sæta persónulegri ábyrgð vegna mistaka í starfi og gjalda fyrir slík mistök með starfi sínu enda óflekkað mannorð ein forsenda lögreglustarfs. Lögreglan er ein örfárra stétta sem er svo þjóðfélagslega mikilvæg að verkfall telst ekki réttur þeirra. Þá eru lögregla líka ein fárra stétta sem hægt er að skikka til vinnu, sveigja og beygja vinnutíma og hvíldarákvæði vegna samfélagslegra mikilvægra hagsmuna. Þrátt fyrir allt þetta mikilvægi og alla þessa ábyrgð er lögreglustarfið orðið láglaunastarf á íslenskum vinnumarkaði. Ég hef oft heyrt „þið eruð bara hundar og þrælar ríkisins” þegar ég hef verið við störf. Ég hef ekki látið slík orð bíta á mig enda eru aðstæður þeirra sem láta slík orð falla ekki öfundsverðar. En eftir því sem ég hugsa þetta betur þá er stórt sannleikskorn í þessu. Lögreglumenn ganga til kjarasamninga eins og aðrar stéttir. Þegar viðsemjendum lögreglumanna, ríkinu, þykir henta. Það er jú ekkert sem kallar á það að semja við lögreglumenn enda hafa þeir ekkert vægi, geta ekkert gert og mega ekkert gera. Má kalla viðburð ef viðsemjendur lögreglu ræða kjarasamninga af alvöru innan árs frá því að fyrri samningur, framlengingarsamkomulag eða gerðardómur féll úr gildi. Þá er, líkt og fyrir hunda og þræla forðum, hent afgöngum og brauðmolum sem þeir þurfa að gera sér að góðu, enda ekki val um að krefjast annars með nokkru móti og þrælsóttinn knýr meirihluta stéttarinnar til að kyngja þurri skorpunni. Það hvernig komið hefur verið fram við lögregluna af íslenskum ráðamönnum má lýsa sem siðleysi og lágkúru. Það er siðlaust og lágkúrulegt að ráðskast með þann sem þú hefur svipt þeim mannréttindum sínum og vopnum til að standa upp og verja rétt sinn. Slík framkoma er einnig nefnd heigulsháttur. En hvað er hægt að gera. Ef til vill ekkert, kannski er þetta meitlað í stein. Lögreglumenn hafa ekkert vægi, engan rétt og engin verkfæri til að berjast fyrir bættum launum og kjörum. Ef til vill er best að líta á lögreglustarfið sem þolanlegt millibilsástand meðan fólk nýtir frívaktir til að mennta sig til annarra starfa. Í það minnsta er raunin sú hjá mér og svo mörgum starfsfélögum mínum og er stefnan að tolla í þessu starfi þar til löggiltri menntun er náð á öðrum vettvangi. Við þá sem eru að velta þessu starfi fyrir sér segi ég: leitið eitthvert annað. Þetta er illa launað hugsjónastarf þar sem vinnutíminn er slæmur. Þetta er starfsumhverfi kvíða, streitu og kulnunar. Þetta er ófjölskylduvænt, orsakar gjarnan sambúðarslit, hjónaskilnaði og sundrung fjölskyldna. Þetta er einfaldlega ekki þess virði og íslenska ríkið virðir lítils starfsmenn lögreglu. Finnið ykkur eitthvað betra, af nógu er að taka. Höfundur er lögregluvarðstjóri Greinin hefur verið uppfærð: Áður var fyrirsögn hennar Hugleiðingar en því hefur nú verið breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
„Kæri Hermundur Mikið hefur mætt á þeim sem halda uppi lögum og reglu á Íslandi undanfarnar vikur, bæði lögregluliðinu í heild og einstaklingum sem það skipa. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með skipulagi aðgerða, stillingu lögreglumanna og lagni þeirra í samskiptum við mótmælendur í ýmiss konar ástandi. Þeir hafa lagt sjálfa sig í hættu við að gæta öryggis borgaranna og verja stofnanir ríkisins og eigur þess.“ Þessi fallegu orð má finna í bréfi, dagsettu 28. janúar 2009. Í niðurlagi bréfsins er mér óskað farsældar í starfi og einkalífi, enn fremur kemur fram að bréfið er ritað af vinsemd og virðingu. Þessi fallegu orð eru undirrituð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, af þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, mögulega hans síðasta embættisverk. Ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni, af fullri alvöru. Þó ekki sem hluti þeirra þúsunda sem þar mótmæltu heldur einn þeirra, innan við tvö hundruð lögreglumanna, sem stóðu dag og nótt í miðbæ Reykjavíkur. Ég man vel eftir þessu. Ég man vel eftir því að ryðja leið fyrir ráðherra og þingmenn svo þeir kæmust akandi frá Alþingi. Ég man vel eftir óttanum þegar við stóðum níu fyrir framan Stjórnarráðið og mannhafið kom æðandi frá Austurvelli. Ég man vel eftir hávaðanum frá pottum, pönnum sem og flugeldum sem sprungu við fæturna á mér. Ég man vel eftir höfuðverknum sem orsakaðist af hávaðanum og fljúgandi gos- og bjórflöskum sem lentu á hjálminum. Ég man vel eftir bakverknum eftir að standa klukkustundum saman, án hvíldar, fyrir framan Alþingi og Stjórnarráðið í fullum óeirðabúningi. Ég man vel eftir því að leggjast á gólf Alþingishússins þegar langþráð hvíldin kom. Ég man vel eftir ráðherrum og þingmönnum sem gægðust, svo lítið bæri á, út um glugga Alþingishússins, líkt og þeir sem þykjast ekki vera heima en vilja samt sjá hver er að banka. Sumir óttaslegnir yfir því að missa þægileg sæti sín við kjötkatlana, aðrir spenntir að koma sér og sínum mögulega nær þeim sömu kötlum. Það skipti samt engu hvort þingmenn voru óttaslegnir eða spenntir. Enginn þeirra vildi fá reiðan múginn inn fyrir dyr, enginn vildi hitta á múginn í návígi. Þá var gott að geta falið sig, sparifataklæddur, bak við lögregluna sem tók við því sem kastað var, því sem sagt var og því sem gert var, en var ráðherrum og þingmönnum ætlað. Ég man vel að þessar stundir þar sem lögreglumenn „lögðu sjálfa sig í hættu við að gæta öryggis borgaranna og verja stofnanir ríkisins og eigur þess” þóttu réttlætanlegar án þess að fyrir þá hættu væri greitt sérstaklega eða fólki umbunað fyrir. Ég man sérstaklega vel að ég hafði ekki val um hvort ég sinnti þessu þrátt fyrir að mín starfstöð og minn vinnuveitandi annist ekki löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn eru á margan hátt einstök starfsstétt. Langlundargeð þeirra virðist oft ótakmarkað. Lögreglumenn virðast sífellt reiðubúnir að fórna sínu fyrir félagann, hagsmuni embættisins eða samfélagið. Lögreglumenn sæta persónulegri ábyrgð vegna mistaka í starfi og gjalda fyrir slík mistök með starfi sínu enda óflekkað mannorð ein forsenda lögreglustarfs. Lögreglan er ein örfárra stétta sem er svo þjóðfélagslega mikilvæg að verkfall telst ekki réttur þeirra. Þá eru lögregla líka ein fárra stétta sem hægt er að skikka til vinnu, sveigja og beygja vinnutíma og hvíldarákvæði vegna samfélagslegra mikilvægra hagsmuna. Þrátt fyrir allt þetta mikilvægi og alla þessa ábyrgð er lögreglustarfið orðið láglaunastarf á íslenskum vinnumarkaði. Ég hef oft heyrt „þið eruð bara hundar og þrælar ríkisins” þegar ég hef verið við störf. Ég hef ekki látið slík orð bíta á mig enda eru aðstæður þeirra sem láta slík orð falla ekki öfundsverðar. En eftir því sem ég hugsa þetta betur þá er stórt sannleikskorn í þessu. Lögreglumenn ganga til kjarasamninga eins og aðrar stéttir. Þegar viðsemjendum lögreglumanna, ríkinu, þykir henta. Það er jú ekkert sem kallar á það að semja við lögreglumenn enda hafa þeir ekkert vægi, geta ekkert gert og mega ekkert gera. Má kalla viðburð ef viðsemjendur lögreglu ræða kjarasamninga af alvöru innan árs frá því að fyrri samningur, framlengingarsamkomulag eða gerðardómur féll úr gildi. Þá er, líkt og fyrir hunda og þræla forðum, hent afgöngum og brauðmolum sem þeir þurfa að gera sér að góðu, enda ekki val um að krefjast annars með nokkru móti og þrælsóttinn knýr meirihluta stéttarinnar til að kyngja þurri skorpunni. Það hvernig komið hefur verið fram við lögregluna af íslenskum ráðamönnum má lýsa sem siðleysi og lágkúru. Það er siðlaust og lágkúrulegt að ráðskast með þann sem þú hefur svipt þeim mannréttindum sínum og vopnum til að standa upp og verja rétt sinn. Slík framkoma er einnig nefnd heigulsháttur. En hvað er hægt að gera. Ef til vill ekkert, kannski er þetta meitlað í stein. Lögreglumenn hafa ekkert vægi, engan rétt og engin verkfæri til að berjast fyrir bættum launum og kjörum. Ef til vill er best að líta á lögreglustarfið sem þolanlegt millibilsástand meðan fólk nýtir frívaktir til að mennta sig til annarra starfa. Í það minnsta er raunin sú hjá mér og svo mörgum starfsfélögum mínum og er stefnan að tolla í þessu starfi þar til löggiltri menntun er náð á öðrum vettvangi. Við þá sem eru að velta þessu starfi fyrir sér segi ég: leitið eitthvert annað. Þetta er illa launað hugsjónastarf þar sem vinnutíminn er slæmur. Þetta er starfsumhverfi kvíða, streitu og kulnunar. Þetta er ófjölskylduvænt, orsakar gjarnan sambúðarslit, hjónaskilnaði og sundrung fjölskyldna. Þetta er einfaldlega ekki þess virði og íslenska ríkið virðir lítils starfsmenn lögreglu. Finnið ykkur eitthvað betra, af nógu er að taka. Höfundur er lögregluvarðstjóri Greinin hefur verið uppfærð: Áður var fyrirsögn hennar Hugleiðingar en því hefur nú verið breytt.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar