Vefkerfi sem skiptir sköpum Regína Ásvaldsdóttir og Óskar J. Sandholt skrifa 1. apríl 2020 21:45 Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar