Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins Sylvía Hall skrifar 24. apríl 2020 23:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40