Ferðaþjónustan er aflvél framtíðar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. apríl 2020 16:00 Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar