Enginn starfsmaður hefur smitast af sjúklingi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 13:21 Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira