Skoðun

Hættu að vinna!

Anna Claessen skrifar

Hvað þarf fyrir vinnufikill að hætta að vinna? Hvað mun hægja á honum?

Alheimurinn: Ég veit, setjum á faraldur. Sjáum hvort það hægji á honum. Vinnualkinn: haha! góð tilraun! Ég er með internet. Ég ætla áfram að vera dugleg/ur. Vinn bara heima í tölvunni 24/7

Alheimurinn: Ertu ekki þreyttur? Vinnualkinn: Hef ekki tíma í að spá í því. Held bara áfram.

Alheimurinn: Hvernig líður þér í líkamanum? En andlega?

Vinnualkinn: Hef ekki tíma í að spá í því Alheimurinn: En í hversu langan tíma?

Vinnualkinn: Hef ekki tíma í að spá í því. Ú næsta verkefni

Alheimurinn: Hvað ertu að flýja?

Vinnualkinn: Neibb, fer ekki þangað.

Alheimurinn: Hversu lengi ætlarðu að flýja þetta? Vinnualkinn: Eins lengi og ég hef orku til

Alheimurinn tekur minnið, orkuna og löngunina.

HALLÓ KULNUN!

Alheimurinn: Ertu tilbúin núna? Hefurðu núna tíma til að hvílast og slaka á?

Vinnualkinn: Hef ég eitthvað val?

Corona tíminn eins og kulnun er tilvalið tækifæri að líta á lífið sem þú lifir.

Er lífið þitt að byggja þig upp eða brjóta þig niður?

Ertu með orku eða ertu þreytt/ur?

Hvernig er lífið öðruvísi núna á Corona vs venjulega? Hvað er gott? slæmt?

Hverju viltu halda?

Þann 4.maí munu margir byrja rólega á sínu eðlilega lífi. Nú er smá tími til að líta í eigin barm og sjá hvað er að virka.

Þitt er valið

Hvernig er þitt líf? Hvað er gott/slæmt?

Hvað vantar þig?

Hvað viltu taka frá Corona faraldrinum?

Þegar ég segi HÆTTU AÐ VINNA, þá meina ég hættu að flýja! Staldraðu við og taktu eftir því sem er að gerast.

Blikkaðu og þú missir af því. Heill faraldur af lærdómi og þú misstir af því!

Hvað fékkst þú á Corona tímunum? Kannski hvíldina sem þú þurftir




Skoðun

Sjá meira


×