Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:28 Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga. Vísir/Vihelm Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02