Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:28 Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga. Vísir/Vihelm Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02