Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:23 Ríkisstjórnin hefur fengið meðbyr í seglin á sama tíma og hún grípur til umfangsmikilla aðgerða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í marsmánuði. Vísir/Frikki Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41