Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 15:23 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við núverandi fyrirkomulag. Mikið hefur verið að gera hjá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, undanfarna daga. Ekki er nóg með að hann hafi yfirumsjón með fjölmörgum verkefnum fyrirtækisins heldur hefur hann auk þess átt í fullu fangi með að „blaðra linnulaust“ við blaðamenn frá öllum heimshornum, eins og hann orðar það. Ljóst er að skimunarverkefnið vekur víða athygli og er Kári ánægður með viðbrögð Íslendinga við faraldrinum. Hann segir að Íslensk erfðagreining fari nú af fullum krafti í það að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á landsbyggðinni. Líkt og mbl.is greindi fyrst frá er stefnt að því að hefja leika í Vestmannaeyjum og á Austurlandi. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Sýni líka tekin með slembiúrtaki Bæði verða sýni tekin með slembiúrtaki, þar sem fólk er beðið um að koma í sýnatöku, og úr fólki sem hefur skráð sig í skimun hjá fyrirtækinu líkt og boðið hefur verið upp á fram að þessu. „Okkur hefur verið sagt í Vestmannaeyjum að þar geti þau séð um að safna sýnum, það sama á við um Austurlandið. Það eru þeir staðir sem við höfum haft mest samtal við og ætlum svo að reyna fyrir norðan og vestan. Við ætlum bara að reyna að gera þetta kerfisbundið og eins hratt og við getum,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að veirupinnar verði sendir til Vestmannaeyja og á Austurland í dag eða á morgun og að byrjaði verði að afla sýna í kjölfarið. Kári telur ólíklegt að minni sýnataka á landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið hafi skekkt fyrirliggjandi tölfræði að einhverju ráði fram að þessu. Fólk boðað með smáskilaboðum Einnig stendur til að taka sýni með slembiúrtaki á suðvesturhorninu. „Við erum að fara af stað með slembiúrtak úr Reykjavíkurborg á morgun vona ég, aldursslembiúrtak vegna þess að það er þörf fyrir það.“ Þá verður að hans sögn haft samband við fólk með smáskilaboðum þar sem það er beðið um að taka þátt og bent á að þetta sé gert til þess að auðvelda ákvarðanatöku sóttvarnarlæknis. Kári reiknar fastlega með því að fólk eigi eftir að taka vel í þær óskir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, var meðal þeirra fyrstu sem mættu í skimun.Vísir/vilhelm Markmiðið með slembiúrtakinu er að fá nákvæmari mynd af því hver raunveruleg tíðni veirunnar er í samfélaginu. Hlutfall þeirra sem koma í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og greinast með kórónuveiruna er á bilinu hálft til eitt prósent. Kári hefur áður sagt að hann telji að þeir sem hafi ástæðu til láta prófa sig séu líklegri til að mæta í skimun og skekki þannig töluna. Tíðni hennar í samfélaginu sé því að öllum líkindum lægri en sú sem hefur birst í skimuninni. Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Kári er heilt yfir ánægður með viðbrögð Íslendinga við faraldrinum. „Ég held að við höfum gert þetta betur en nokkur annar. Ég veit ekki um nokkurn stað í heiminum sem hefur tekið á þessu af eins miklu æðruleysi og á eins flottan máta eins og við séum að gera hér.“ Mikil sýnataka hafi meðal annars hjálpað okkur að bregðast vel við útbreiðslunni. „Við höfum skimað meira en nokkur þjóð í heiminum og þess utan þá ber fólk í samfélaginu mikið traust til þessa þremenninga sem eru að stjórna þessu og fólkið hefur verið rólegt og ákveðið en samt farið að tilmælum svo mér finnst þetta mjög flott.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. 26. mars 2020 19:27 Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við núverandi fyrirkomulag. Mikið hefur verið að gera hjá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, undanfarna daga. Ekki er nóg með að hann hafi yfirumsjón með fjölmörgum verkefnum fyrirtækisins heldur hefur hann auk þess átt í fullu fangi með að „blaðra linnulaust“ við blaðamenn frá öllum heimshornum, eins og hann orðar það. Ljóst er að skimunarverkefnið vekur víða athygli og er Kári ánægður með viðbrögð Íslendinga við faraldrinum. Hann segir að Íslensk erfðagreining fari nú af fullum krafti í það að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á landsbyggðinni. Líkt og mbl.is greindi fyrst frá er stefnt að því að hefja leika í Vestmannaeyjum og á Austurlandi. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Sýni líka tekin með slembiúrtaki Bæði verða sýni tekin með slembiúrtaki, þar sem fólk er beðið um að koma í sýnatöku, og úr fólki sem hefur skráð sig í skimun hjá fyrirtækinu líkt og boðið hefur verið upp á fram að þessu. „Okkur hefur verið sagt í Vestmannaeyjum að þar geti þau séð um að safna sýnum, það sama á við um Austurlandið. Það eru þeir staðir sem við höfum haft mest samtal við og ætlum svo að reyna fyrir norðan og vestan. Við ætlum bara að reyna að gera þetta kerfisbundið og eins hratt og við getum,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að veirupinnar verði sendir til Vestmannaeyja og á Austurland í dag eða á morgun og að byrjaði verði að afla sýna í kjölfarið. Kári telur ólíklegt að minni sýnataka á landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið hafi skekkt fyrirliggjandi tölfræði að einhverju ráði fram að þessu. Fólk boðað með smáskilaboðum Einnig stendur til að taka sýni með slembiúrtaki á suðvesturhorninu. „Við erum að fara af stað með slembiúrtak úr Reykjavíkurborg á morgun vona ég, aldursslembiúrtak vegna þess að það er þörf fyrir það.“ Þá verður að hans sögn haft samband við fólk með smáskilaboðum þar sem það er beðið um að taka þátt og bent á að þetta sé gert til þess að auðvelda ákvarðanatöku sóttvarnarlæknis. Kári reiknar fastlega með því að fólk eigi eftir að taka vel í þær óskir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, var meðal þeirra fyrstu sem mættu í skimun.Vísir/vilhelm Markmiðið með slembiúrtakinu er að fá nákvæmari mynd af því hver raunveruleg tíðni veirunnar er í samfélaginu. Hlutfall þeirra sem koma í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og greinast með kórónuveiruna er á bilinu hálft til eitt prósent. Kári hefur áður sagt að hann telji að þeir sem hafi ástæðu til láta prófa sig séu líklegri til að mæta í skimun og skekki þannig töluna. Tíðni hennar í samfélaginu sé því að öllum líkindum lægri en sú sem hefur birst í skimuninni. Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Kári er heilt yfir ánægður með viðbrögð Íslendinga við faraldrinum. „Ég held að við höfum gert þetta betur en nokkur annar. Ég veit ekki um nokkurn stað í heiminum sem hefur tekið á þessu af eins miklu æðruleysi og á eins flottan máta eins og við séum að gera hér.“ Mikil sýnataka hafi meðal annars hjálpað okkur að bregðast vel við útbreiðslunni. „Við höfum skimað meira en nokkur þjóð í heiminum og þess utan þá ber fólk í samfélaginu mikið traust til þessa þremenninga sem eru að stjórna þessu og fólkið hefur verið rólegt og ákveðið en samt farið að tilmælum svo mér finnst þetta mjög flott.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. 26. mars 2020 19:27 Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. 26. mars 2020 19:27
Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent