„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 08:30 Bræðurnir er þeir sömdu við FH á sínum tíma. Bjarki kom síðan aftur til félagsins og vann titil. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira