„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 08:30 Bræðurnir er þeir sömdu við FH á sínum tíma. Bjarki kom síðan aftur til félagsins og vann titil. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira