Rússar vakna við vondan draum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:18 Frá borginni Grozny í Rússlandi. AP/Musa Sadulayev Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira