Rússar vakna við vondan draum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:18 Frá borginni Grozny í Rússlandi. AP/Musa Sadulayev Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira