Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 07:52 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen. Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira