Guðjón Valur: Menn fara ekki fyrst í 41 árs skúffuna þegar þeir leita sér að leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 08:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki með Paris Saint Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/Catherine Steenkeste Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira