Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2026 14:00 Íslenska karlalandsliðið í handbolta nær vonandi að fagna mörgum sigrum á EM sem hefst á föstudaginn kemur. Getty/Uros Hocevar Það styttist í fyrsta leik á Evrópumóti karla í handbolta og handboltasérfræðingar víðs vegar að keppast við að spá fyrir um gang mála á mótinu. Á heimasíðu Evrópska handboltasambandsins má finna styrkleikaröðina fyrir mótið og þar er íslenska landsliðið mjög ofarlega á blaði. „Lokaundirbúningur er í fullum gangi og þátttökuþjóðirnar 24 á EM karla 2026 spila síðustu æfingaleikina áður en mótið hefst 15. janúar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Að teknu tilliti til úrslita, tilnefninga og væntinga er hér birtur huglægur styrkleikalisti – með skýrri vísbendingu um sigurvegarana,“ segir á síðunni áður en farið er í styrkleikaröðun tíu bestu landsliða mótsins. Bara Danir og Frakkar ofar Danir eru í fyrsta sæti og mótherjar Íslands um helgina, Frakkar, eru í öðru sætinu. Það þarf ekki að koma á óvart að heims- og Ólympíumeistarar Dana séu settir í fyrsta sæti eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar Frakka séu í öðru sætinu. Tvö mjög öflug lið með frábæra vörn og mikla breidd. Íslenska landsliðið er hins vegar á verðlaunapallinum ef marka má þessa röðun því EHF-síðan setur strákana okkar í þriðja sæti styrkleikalistans og á undan Svíum og Þjóðverjum sem koma næstir. „Fyrir sextán árum síðan vann Ísland sín fyrstu og hingað til einu verðlaun á EM í handbolta – brons í Austurríki. Síðan þá hafa „Víkingarnir“ stöðugt verið meðal þeirra liða sem vert er að fylgjast með,“ segir á síðunni. Heilt íslenska landsliðið ýtir upp væntingunum en það hefur vantað lykilmenn í liðið undanfarin ár eins og sést á því að Ómar Ingi Magnússon missti af mótinu fyrir ári síðan. Nú er einn markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar klár í slaginn og kominn auk þess með fyrirliðabandið í liðinu. Allar stórstjörnurnar eru heilar heilsu „Nú, þegar allar stórstjörnurnar eru heilar heilsu er möguleikinn á að vinna fleiri verðlaun meiri en nokkru sinni fyrr. Með þrjár stjörnur Magdeburg, Gísla Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Elvar Örn Jónsson, í lykilhlutverkum, sterkt markvarðapar með Viktor Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson, og margar fleiri stjörnur sem leika lykilhlutverk í efstu deildum hefur Ísland sannað styrk sinn í undankeppninni og á auðveldari leið í undanúrslitin þar sem liðið leikur milliriðil sinn í Malmö,“ segir á síðunni. Einstaklingshæfileikar Lokaniðurstaðan er að það eru tveir lykilmenn besta liðs Þýskalands og ríkjandi Meistaradeildarmeistara í Magdeburg sem eiga að leiða íslenska landsliðið upp á verðlaunapall. „Það eru aðallega einstaklingshæfileikar [Gísla] Kristjánssonar og [Ómars Inga] Magnússonar sem eiga að leiða þá áfram á lokamótið,“ segir á EHF-síðunni en það má sjá þessa samantekt hér. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
„Lokaundirbúningur er í fullum gangi og þátttökuþjóðirnar 24 á EM karla 2026 spila síðustu æfingaleikina áður en mótið hefst 15. janúar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Að teknu tilliti til úrslita, tilnefninga og væntinga er hér birtur huglægur styrkleikalisti – með skýrri vísbendingu um sigurvegarana,“ segir á síðunni áður en farið er í styrkleikaröðun tíu bestu landsliða mótsins. Bara Danir og Frakkar ofar Danir eru í fyrsta sæti og mótherjar Íslands um helgina, Frakkar, eru í öðru sætinu. Það þarf ekki að koma á óvart að heims- og Ólympíumeistarar Dana séu settir í fyrsta sæti eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar Frakka séu í öðru sætinu. Tvö mjög öflug lið með frábæra vörn og mikla breidd. Íslenska landsliðið er hins vegar á verðlaunapallinum ef marka má þessa röðun því EHF-síðan setur strákana okkar í þriðja sæti styrkleikalistans og á undan Svíum og Þjóðverjum sem koma næstir. „Fyrir sextán árum síðan vann Ísland sín fyrstu og hingað til einu verðlaun á EM í handbolta – brons í Austurríki. Síðan þá hafa „Víkingarnir“ stöðugt verið meðal þeirra liða sem vert er að fylgjast með,“ segir á síðunni. Heilt íslenska landsliðið ýtir upp væntingunum en það hefur vantað lykilmenn í liðið undanfarin ár eins og sést á því að Ómar Ingi Magnússon missti af mótinu fyrir ári síðan. Nú er einn markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar klár í slaginn og kominn auk þess með fyrirliðabandið í liðinu. Allar stórstjörnurnar eru heilar heilsu „Nú, þegar allar stórstjörnurnar eru heilar heilsu er möguleikinn á að vinna fleiri verðlaun meiri en nokkru sinni fyrr. Með þrjár stjörnur Magdeburg, Gísla Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Elvar Örn Jónsson, í lykilhlutverkum, sterkt markvarðapar með Viktor Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson, og margar fleiri stjörnur sem leika lykilhlutverk í efstu deildum hefur Ísland sannað styrk sinn í undankeppninni og á auðveldari leið í undanúrslitin þar sem liðið leikur milliriðil sinn í Malmö,“ segir á síðunni. Einstaklingshæfileikar Lokaniðurstaðan er að það eru tveir lykilmenn besta liðs Þýskalands og ríkjandi Meistaradeildarmeistara í Magdeburg sem eiga að leiða íslenska landsliðið upp á verðlaunapall. „Það eru aðallega einstaklingshæfileikar [Gísla] Kristjánssonar og [Ómars Inga] Magnússonar sem eiga að leiða þá áfram á lokamótið,“ segir á EHF-síðunni en það má sjá þessa samantekt hér.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira