Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 17:37 Dr. Jenny Harries. Vísir/Getty Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31