„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Þórir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2020 07:10 Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. Í Kína, þar sem farsóttinn spratt upp og breiddist út með ótrúlegum hraða, glötuðust mikilvægir dagar í upphafi. Það voru dagar sem hefðu kannski dugað til að berja veiruna niður eða að minnsta kosti að hægja á henni. Eðli veldisvaxtarinns segir okkur að fyrirbyggjandi aðgerðir í upphafi eru margfalt, margfalt áhrifameiri heldur en ef þær koma viku síðar. Eðli valdboðskerfis er að hinn æðsti leiðtogi, Xi Jinping í þessu tilfelli, þarf ekki einu sinni að gefa fyrirmæli. Allir í valdapíramídanum vita hvað hann vill og vill ekki. Og eitt af því sem hinn æðsti leiðtogi vill ekki eru slæmar fréttir. Enginn vill vera boðberi slíkra frétta. Þegar læknar í Wuhan fóru að vara við nýjum og skæðum sjúkdómi var fyrsta viðbragð að þagga niður í þeim. Því fór sem fór. Í Bandaríkjunum vill Donald Trump forseti heldur engar slæmar fréttir, ekkert sem getur rýrt möguleika hans til endurkjörs í nóvember. Á nýlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu – sem nú eru haldnir daglega og vara stundum á þriðju klukkustund – spurði fréttamaður hann sjálfsagðrar spurningar um skort á öndunarvélum Forsetinn hellti sér yfir fréttamanninn og kvartaði undan því að hann spyrði ekki nógu jákvæðra spurninga. Tilraunir Trumps til að berja sér á brjóst og gera lítið úr síversnandi mannskæðum faraldri er ekki bara barnsleg, einfeldningsleg og hjákátleg heldur er hún stórhættuleg. Trump hefur kynt undir sundrungaröflunum, sem treysta ekki sérfræðingum og vilja fara sínu fram þó að afleiðingarnar fyrir heildina geti verið skelfilegar. Þó eru Bandaríkin langt frá því að vera Kína. Þau búa við opið stjórnarfar og stjórnmálamenningu þar sem átök um stórt og smátt þykja sjálfsögð. Óvíða eru fjölmiðlar harðari í horn að taka og fólk getur tekið afstöðu á grundvelli upplýsinga sem eru aðgengilegar öllum sem hafa tíma og nennu til að vafra um vefinn. Bandaríkjamenn eru hins vegar svo óheppnir að hafa valið sér óhæfan forseta. Trump hefur skipulega rifið niður innviði stjórnkerfisins, bolað burt sérfræðingum og ráðið pólitíska viðhlæjendur og faglega viðvaninga í staðinn. Innbyggð vantrú margra Bandaríkjamanna á því að nokkuð gott geti komið frá Washington á sinn þátt í að veikja stjórnkerfið og þegar við bætist valdhafi sem einbeitir sér að því að rústa því þá er ekki á góðu von. Fjölmiðlar hafa undanfarið bent á að nokkur ríki, þar sem konur eru við stjórnvölinn, hafi staðið sig betur en önnur í baráttunni við kórónuveiruna. Á Nýjasjálandi hafi Jacinda Ardern tekið óvinsæla ákvörðun snemma um að stöðva komu ferðamanna. Í Tævan hafi Tsai Ing-wen forseti frétt af dularfullum sjúkdómi í Wuhan í desember og nær samstundis fyrirskipað að allir sem kæmu með flugvélum þaðan þyrftu að fara í gegnum heilbrigðisskoðun. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi á svipaðan hátt brugðist hratt við og á Íslandi hafi stjórnvöld með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í broddi fylkingar staðið fyrir viðamiklum prófunum meðal almennings og sett á fót öflugt smitrakningarteymi sem hefur sent smitaða í einangrun og aðra í sóttkví. Allt er þetta satt og rétt en nær samt ekki kjarnanum í því sem er að gerast. Allir þeir kvenleiðtogar sem CNN telur upp hafa fyrir löngu sannað forystuhæfileika sína en þær eru við völd í ríkjum þar sem þeir fá að njóta sín. Hér erum við að tala um frjálslynd lýðræðisríki, sem stefna að jöfnuði, þátttöku borgaranna og trausti í samfélaginu. Það eru þjóðfélög þar sem læknar eru ekki neyddir til að draga viðvörunarorð sín til baka eða fréttamenn niðurlægðir fyrir að spyrja erfiðra spurninga. Í þessum löndum leggja stjórnmálamenn áherslu á mál sem standa almenningi nærri, svo sem að byggja upp gott heilbrigðiskerfi. Í þessum löndum er almenningur vel upplýstur um þjóðfélagsmál og í þeim er mikil félagsleg samheldni. Og í þessum löndum ríkir sæmilegt traust í garð ráðamanna, meðal annars af því að þar er ekki sama fjarlægð milli þeirra og almennings eins og í mörgum valdboðsríkjum. Í upphafi faraldursins litu margir til aðgerða Kínverja í Wuhan og sáu þar merki um kosti einræðisins, svo sem að geta miskunnarlaust lokað stórum hluta landsins. En upp á síðkastið hafa ókostirnir komið í ljós, sem leyfðu faraldrinum að breiðast út í upphafi. Og á sama tíma hefur frjálslyndum lýðræðisríkjum tekist framúrskarandi vel að kæfa faraldurinn niður, þrátt fyrir gífurlegan efnahagslegan kostnað, með breiðri og sjálfviljugri þátttöku almennings. Þjóðsagan um að einræðisherrar og „sterkir“ valdamenn séu líklegri til að bregðast hratt og afgerandi við aðsteðjandi hættu hefur beðið hnekki undanfarnar vikur. Frjálslynd lýðræðisríki hafa sannað styrk sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. Í Kína, þar sem farsóttinn spratt upp og breiddist út með ótrúlegum hraða, glötuðust mikilvægir dagar í upphafi. Það voru dagar sem hefðu kannski dugað til að berja veiruna niður eða að minnsta kosti að hægja á henni. Eðli veldisvaxtarinns segir okkur að fyrirbyggjandi aðgerðir í upphafi eru margfalt, margfalt áhrifameiri heldur en ef þær koma viku síðar. Eðli valdboðskerfis er að hinn æðsti leiðtogi, Xi Jinping í þessu tilfelli, þarf ekki einu sinni að gefa fyrirmæli. Allir í valdapíramídanum vita hvað hann vill og vill ekki. Og eitt af því sem hinn æðsti leiðtogi vill ekki eru slæmar fréttir. Enginn vill vera boðberi slíkra frétta. Þegar læknar í Wuhan fóru að vara við nýjum og skæðum sjúkdómi var fyrsta viðbragð að þagga niður í þeim. Því fór sem fór. Í Bandaríkjunum vill Donald Trump forseti heldur engar slæmar fréttir, ekkert sem getur rýrt möguleika hans til endurkjörs í nóvember. Á nýlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu – sem nú eru haldnir daglega og vara stundum á þriðju klukkustund – spurði fréttamaður hann sjálfsagðrar spurningar um skort á öndunarvélum Forsetinn hellti sér yfir fréttamanninn og kvartaði undan því að hann spyrði ekki nógu jákvæðra spurninga. Tilraunir Trumps til að berja sér á brjóst og gera lítið úr síversnandi mannskæðum faraldri er ekki bara barnsleg, einfeldningsleg og hjákátleg heldur er hún stórhættuleg. Trump hefur kynt undir sundrungaröflunum, sem treysta ekki sérfræðingum og vilja fara sínu fram þó að afleiðingarnar fyrir heildina geti verið skelfilegar. Þó eru Bandaríkin langt frá því að vera Kína. Þau búa við opið stjórnarfar og stjórnmálamenningu þar sem átök um stórt og smátt þykja sjálfsögð. Óvíða eru fjölmiðlar harðari í horn að taka og fólk getur tekið afstöðu á grundvelli upplýsinga sem eru aðgengilegar öllum sem hafa tíma og nennu til að vafra um vefinn. Bandaríkjamenn eru hins vegar svo óheppnir að hafa valið sér óhæfan forseta. Trump hefur skipulega rifið niður innviði stjórnkerfisins, bolað burt sérfræðingum og ráðið pólitíska viðhlæjendur og faglega viðvaninga í staðinn. Innbyggð vantrú margra Bandaríkjamanna á því að nokkuð gott geti komið frá Washington á sinn þátt í að veikja stjórnkerfið og þegar við bætist valdhafi sem einbeitir sér að því að rústa því þá er ekki á góðu von. Fjölmiðlar hafa undanfarið bent á að nokkur ríki, þar sem konur eru við stjórnvölinn, hafi staðið sig betur en önnur í baráttunni við kórónuveiruna. Á Nýjasjálandi hafi Jacinda Ardern tekið óvinsæla ákvörðun snemma um að stöðva komu ferðamanna. Í Tævan hafi Tsai Ing-wen forseti frétt af dularfullum sjúkdómi í Wuhan í desember og nær samstundis fyrirskipað að allir sem kæmu með flugvélum þaðan þyrftu að fara í gegnum heilbrigðisskoðun. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi á svipaðan hátt brugðist hratt við og á Íslandi hafi stjórnvöld með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í broddi fylkingar staðið fyrir viðamiklum prófunum meðal almennings og sett á fót öflugt smitrakningarteymi sem hefur sent smitaða í einangrun og aðra í sóttkví. Allt er þetta satt og rétt en nær samt ekki kjarnanum í því sem er að gerast. Allir þeir kvenleiðtogar sem CNN telur upp hafa fyrir löngu sannað forystuhæfileika sína en þær eru við völd í ríkjum þar sem þeir fá að njóta sín. Hér erum við að tala um frjálslynd lýðræðisríki, sem stefna að jöfnuði, þátttöku borgaranna og trausti í samfélaginu. Það eru þjóðfélög þar sem læknar eru ekki neyddir til að draga viðvörunarorð sín til baka eða fréttamenn niðurlægðir fyrir að spyrja erfiðra spurninga. Í þessum löndum leggja stjórnmálamenn áherslu á mál sem standa almenningi nærri, svo sem að byggja upp gott heilbrigðiskerfi. Í þessum löndum er almenningur vel upplýstur um þjóðfélagsmál og í þeim er mikil félagsleg samheldni. Og í þessum löndum ríkir sæmilegt traust í garð ráðamanna, meðal annars af því að þar er ekki sama fjarlægð milli þeirra og almennings eins og í mörgum valdboðsríkjum. Í upphafi faraldursins litu margir til aðgerða Kínverja í Wuhan og sáu þar merki um kosti einræðisins, svo sem að geta miskunnarlaust lokað stórum hluta landsins. En upp á síðkastið hafa ókostirnir komið í ljós, sem leyfðu faraldrinum að breiðast út í upphafi. Og á sama tíma hefur frjálslyndum lýðræðisríkjum tekist framúrskarandi vel að kæfa faraldurinn niður, þrátt fyrir gífurlegan efnahagslegan kostnað, með breiðri og sjálfviljugri þátttöku almennings. Þjóðsagan um að einræðisherrar og „sterkir“ valdamenn séu líklegri til að bregðast hratt og afgerandi við aðsteðjandi hættu hefur beðið hnekki undanfarnar vikur. Frjálslynd lýðræðisríki hafa sannað styrk sinn.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun