Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. mars 2020 11:58 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-19 göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira