Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2020 18:39 Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Vísir/Vilhelm Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02