„Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels