Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2020 13:34 Jón Þór Ólafsson telur, af fenginni reynslu, nánast loku fyrir það skotið að þingheimur hafi áhuga á því að deila kjörum með almenningi með lækkun launa sinna. visir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent