Upp brekkuna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:12 Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun