Á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 15:22 Ef ástandið versnar er ljóst að það þarf að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Vísir/vilhelm Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira