Sýni hafa verið tekin af sjö af þeim 17 skipverjum á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem höfðu glímt við veikindi. Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi en tuttugu voru um borð í skipinu en þrír voru sagðir mikið veikir.
Reyndust skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina en mbl.is greindi fyrst frá.
Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi þegar togarinn lagði við bryggju en fjórir skipverjar voru teknir í land og þeim komið fyrir í farsóttarhúsi.