Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi Ögmundur Jónasson skrifar 20. mars 2020 14:00 Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun