Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi Ögmundur Jónasson skrifar 20. mars 2020 14:00 Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun