Áskoranir leiða af sér lausnir Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 20. mars 2020 13:00 Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar