Nemar eru mikilvægt tannhjól Tómas Guðbjartsson skrifar 19. mars 2020 16:30 Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar