Sakar forseta Alþingis um að ljúga blákalt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 19:17 Helgi hefur sakað Steingrím um að ljúga blákalt. Vísir/Vilhelm/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020 Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020
Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira