Sakar forseta Alþingis um að ljúga blákalt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 19:17 Helgi hefur sakað Steingrím um að ljúga blákalt. Vísir/Vilhelm/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020 Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um að hafa misnotað aðstöðu sína í því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu og logið um það í kjölfarið. Þetta sagði Helgi í Vikulokunum á RÚV í dag þar sem rætt var við hann um uppákomu sem varð á Alþingi í fyrradag, þegar Steingrímur sleit þingfundi eftir að hafa verið gagnrýndur af Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa sett þingfund þrátt fyrir að 26 manns væru í þingsal. Þar með væri verið að brjóta gegn reglum heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Þá var Jón Þór einnig ósáttur með það að Steingrímur hefði sett frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um framkvæmdir á vegum á dagskrá, í ljósi þess að deilt væri um málið og ljóst að stjórnarandstaðan myndi vilja tjá sig um það í fyrstu umræðu. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Í samtali við Vísi á fimmtudag sagðist Steingrímur ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna. Hann segist hafa slitið fundinum því hann hafi ekki séð annan kost í stöðunni. Vel hafi gengið fram að þessu að virða reglur samkomubannsins á Alþingi. Hins vegar hafi þingmenn úr stjórnarandstöðunni tekið að fara inn í þingsalinn á fimmtudag og biðja um orðið. „Það hefur gengið vel en á því varð misbrestur í morgun. Þessi fundur var settur á að ósk stjórnarandstöðunnar og ég sá ekki ástæðu til að halda honum áfram í hennar óþökk,“ hefur Fréttablaðið eftir Steingrími. Segir Steingrím hafa misnotað stöðuna sem nú er uppi Í Vikulokunum í dag sakaði Helgi forseta Alþingis um að hafa reynt að misnota stöðuna sem nú er uppi á þingi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann hafi reynt að gera stjórnarandstöðunni erfitt fyrir og einhverjum þingmönnum beinlínis ómögulegt að sinna lýðræðislegu aðhaldi sínu gagnvart ríkisstjórninni. „Við erum í miðju neyðarástandi, það að hann geti ekki sett þingfund þannig að það sé sátt um það milli allra þingflokka í þessu ástandi segir meira um hans hæfni sem forseta heldur en nokkuð annað,“ sagði Helgi meðal annars. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Leiðinlegast og erfiðast hafi Helga þó fundist það þegar „forseti kemur síðan í fjölmiðla og lýgur og segir ósatt um atburðarásina, þykist vera voðalega hissa þegar dagurinn áður fór í lítið annað í þetta.“ Líklega hafi hann orðið of reiður Helgi birti síðar í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið ábendingar úr fleiri en einni átt að hann hafi verið full reiður í Vikulokunum. Gengst hann við því og segir það líklega rétt. Þó segist hann vilja skýra betur frá því hvað það var sem olli þeirri reiði, án þess þó að afsaka sig. „Það er fyrirbærið sem í daglegu tali er kallað lygi. Meðvituð ósannsögli.“ Helgi segir sjálfsagt mál að fólk misskilji hluti. Það krefjist metnaðar, virkrar hlustunar og heiðarlegrar ígrundunar að hafa rétt fyrir sér og skilja hlutina á réttan hátt. Því geti það gerst, þegar fólk leggur ekki á sig að skilja hlutina, að merking þeirra fari forgörðum. „En síðan er það lygin. Hin meðvitaða ósannsögli. Að segja eitthvað sem er hægt að sýna fram á að sé á skjön við staðreyndir sem mælandinn sjálfur þekkir mætavel, og er fullkomlega meðvitaður um að hann sé að segja ósatt frá. Hún er ekki pirrandi löstur. Hún er fyrir þeim sannleiksþyrstu það sem guðlast er fyrir hinum trúuðu,“ skrifar Helgi. Hann segir vandamálið vera að erfitt geti verið að greina á milli þess annars vegar þegar fólk missir af einhverju, veit ekki eitthvað mikilvægt, misskilur eitthvað eða fær rangar upplýsingar, og hins vegar þegar það lýgur. En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar. "Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð. Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Helga Hrafns í heild sinni. Mér hefur verið bent á úr tveimur áttum núna að ég hafi verið full reiður í viðtali núna í Vikulokunum. Það er sjálfsagt...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Saturday, 18 April 2020
Alþingi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira