Gefa leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 21:42 Leigufélagið Þórsgarður ákvað að leggja sitt af mörkum á þessum óvissutímum og hefur fellt niður leigu næstu tvo mánuði. Vísir/Vilhelm Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48