Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2020 18:07 Fundir Alþingis hófust á ný í dag eftir jólahlé. vísir/vilhelm Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20