Verjum störf í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 18. mars 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar